Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 31. ágúst 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. FAB LAB á Patreksfirði
Einar Mikael Sverrisson kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir um FAB LAB á Patreksfirði og samstarf við Vesturbyggð.
Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar áformum um opnun FAB LAB á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
2. Framkvæmdir við Vatneyrarbúð 2020
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn til að ræða næstu skref við framkvæmdir við Vatneyrarbúð. Lagt er til að halda áfram framkvæmdum og er því vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
3. Upplýsingastefna Vesturbyggðar 2021
Lögð fram drög að upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. 28. júní 2021. Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi Vesturbyggðar.
Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal vera traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.
Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar í bæjarstjórn.
4. Fjárhagsáætlun 2022-2025
Lagt fyrir minnisblað dags. 13. ágúst 2021 unnið af Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, efni minnisblaðsins eru forsendur fjárhagsáætlana 2022 - 2025. Jafnframt eru lögð fram drög að helstu dagsetningum í fjárhagsáætlunarvinnunni.
Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun 2022 - 2025 muni að hluta til fara fram á vinnufundum þar sem allir bæjarfulltrúar verða boðaðir. Greitt verður fyrir fundina með sama hætti og nefndarfundi.
5. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar
Lagður er fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kantsteins á Bíldudal 1.000.000 kr. og vinnu við miðjutorg við innkomu Bíldudals 500.000 kr. og bætt við það sem áætlað var til malbikunar þannig að unnt verði að leggja malbik á Sæbakka á Bíldudal. Samtals nemur fjárhæðin 1.500.000 kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.
6. Íþróttamiðstöðin Bylta - vetraropnunartími 2021-2022
Rætt um tillögu að breyttum opnunartíma fyrir íþróttahúsið Byltu vegna innleiðingar innstimplunarkerfis fyrir húsið sem auka muni aðgengi að húsnæðinu utan hefðbundins opnunartíma. Lagt er til að opnunartími Byltu verði virka daga kl. 10-21, laugardaga kl. 10-15 og lokað á sunnudögum.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
7. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði
Lagður fram verkkaupasamningur Heilbrigðisráðuneytis, Vesturbyggðar og framkvæmdasýslu ríkisins um verkaskiptingu og vinnutilhögun við áætlunargerð vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis á Patreksfirði. Bæjarráð staðfestir samninginn.
Bæjarráð leggur til að Arnheiður Jónsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi Vesturbyggðar í dómnefnd á samkeppnistíma tillagna. Samþykkt samhljóða.
Til kynningar
8. Boðun á 66. Fjórðungsþings Vestfirðinga 22. - 23. október 2021
Lagt fram til kynningar boð á 66. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem fram fer 22. og 23. október nk. á Ísafirði, dags. 18. ágúst 2021.
9. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2021
Lagðar fram til kynningar umsóknir í fiskeldissjóð. Eftirtaldar umsóknir voru sendar til sjóðsins:
- Gönguvænni Patreksfjörður
- Frumhönnun fyrir bæjarmynd Bíldudals - gömlu húsin og sundlaug
- Heildarendurskoðun á vatnsöryggi fyrir Patreksfjörð og Bíldudal
- Framkvæmdir við að fjarlægja Azbest lögn í Bíldudal
- Frumhönnum Kolabryggjunnar á Patreksfirði
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:57