Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #933

Fundur haldinn í fjarfundi, 21. desember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) formaður
Starfsmenn
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar dags. 10. desember 2021, um umsögn um matsskyldu vegna áætlaðra framkvæmda við smábátahöfn á Brjánslæk. Beiðninni fylgir tilkynning framkvæmdaraðila, dags. 9.desember 2021. Hafna- og atvinnumálaráð tók erindið fyrir á 35. fundi sínum 13. desember 2021 og taldi að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar aðgerðir á framkvæmdatíma.

Bæjarráð Vesturbyggðar telur að í tilkynningunni sé gerð nægileg grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun, og því falli framkvæmdin undir flokk B í viðauka 1 og meta skuli samkvæmt viðmiðum í viðauka 2 við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 111/2021. Framkvæmdin skuli því ekki háð umhverfismati. Framkvæmdir við smábátahöfn á Brjánslæk eru fyrirhugaðar á þegar röskuðu svæði hafnarinnar og mun framkvæmdin ekki skerða fjörur við Breiðafjörð og hafa óveruleg áhrif á náttúrufar. Með framkvæmdinni aukast möguleikar til að stunda sjósókn frá Brjánslækjarhöfn allt árið um kring og mun auka öryggi við Brjánslækjarhöfn til muna, bæði fyrir sjómenn en einnig farþega ferjunnar Baldurs. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða skv. reglugerð um hávaða nr. 724/2008, reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun nr. 785/1999 eða skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og lögum um matvæli nr. 93/1995. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980.

    Málsnúmer 2111037 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Verðskrá Póstsins

    Lögð fram áform um lagasetningu um breytingu á lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 sem kynnt voru í samráðsgátt stjórnvalda 16. desember 2021. Umsagnafrestur um áformin eru til 9. janúar 2022. Einnig lagt fram erindi Vesturbyggðar til Íslandspósts dags. 17. desember 2021, þar sem vakin er athygli á bókunum bæjarráðs og bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna breytingar á gjaldskrá Póstsins 1. nóvember 2021.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn um áformin og vekja athygli á bókunum bæjarráðs og bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 2112006 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Lyfta í Ráðhús umsókn um framlag úr Jöfnunarsjóði

      Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 13. desember 2021 vegna umsóknar Vesturbyggðar um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem sótt var um framlag til framkvæmda við uppsetningu á lyftu í ráðhúsi Vesturbyggðar. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar eru 5,8 millj. kr. og veittur var styrkur að fjárhæð 2,9 millj. kr.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að uppfæra kostnaðaráætlun með tilliti til styrksins og leggja fyrir ráðið.

        Málsnúmer 2110046 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Styrkumsókn - Rauða fjöðrin, átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum

        Lagt fram erindi frá Lionshreyfingunni á Íslandi og Blindrafélaginu dags. 14. desember 2021, þar sem félögin hafa tekið saman höndum um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar.

        Bæjarráð samþykkir að veita verkefninu 100.000 kr. styrk.

          Málsnúmer 2112015

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2022

          Rætt um möguleg verkefni sem undirbúa þarf vegna umsókna í Fiskeldissjóð 2022.

            Málsnúmer 2112022 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Til kynningar

            6. Fundargerð nr. 904 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

            Lögð fram til kynningar fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 10. desember 2021.

              Málsnúmer 2112016

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

              Lögð fram til kynningar fundargerð 197. fundar Breiðafjarðarnefndar 30. nóvember 2021.

                Málsnúmer 2103012 7

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Fundargerð 136 fundar Heilbrigðisnefndar 09. desember 2021

                Lögð fram til kynningar fundargerð 136. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 9. desember 2021.

                  Málsnúmer 2112013

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Stjórnunar og verndaráætlun Látrabjarg

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar samstarfshóps vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg 26. nóvember 2021.

                    Málsnúmer 2112014 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:56