Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #937

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 1. mars 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Verkefnið Barnvæn sveitarfélög

Marin Rós Eyjólfsdóttir frá Unicef kom inn á fundinn og fór yfir verkefnið Barnvæn sveitarfélög.

Bæjarráð þakkar Marin Rós fyrir góða kynningu.

  Málsnúmer 2109014 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Önnur menningar- og ferðamál

  Lögð fram bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 20. fundi ráðsins 15. febrúar 2022, þar sem ráðið beinir því til bæjarráðs að skoða hvort unnt sé að gera aðgengilegra í kringum minnisvarðar Guðrúnar Valdadóttur, setja upp áningarsvæði og bæta við upplýsingaskiltum.

  Bæjarráð tekur vel í tillöguna og felur menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og skoða hvaða möguleikar séu til að bæta aðgengið.

   Málsnúmer 2202025 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Cycling Westfjords júlí 2022

   Lagt fram erindi frá Tyler Wacker, dags. 3. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi vegna útgáfu á korti fyrir Cycling Westfjords sem fram fer á Vestfjörðum í sumar. Menningar- og ferðamálaráð tók erindið fyrir á 20. fundi sínum 15. febrúar 2022 og mælti með að styrkur yrði veittur.

   Bæjarráð samþykkir að veita 50.000 kr. styrk til útgáfu kortsins.

    Málsnúmer 2201036 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Samþykktir um stjórn Vesturbyggðar - endurskoðun

    Bæjarstjóri fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar. Meðal þess sem vinnuhópurinn hefur skoðað eru breytingar á stjórnskipan Vesturbyggðar til að auka skilvirkni í nefndarstörfum sveitarfélagsins. Verið er að skoða möguleika þess að koma á heimastjórnum og endurskoða fastanefndir sveitarfélagsins. Áætlað er að tillaga að breyttu stjórnskipulagi og drögum að samþykkt um stjórn Vesturbyggðar verði kynnt á næstunni.

     Málsnúmer 2109040 5

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Umsóknir um styrk úr Fiskeldissjóði 2022

     Rætt um þau verkefni sem sótt verður um fyrir í fiskeldissjóð. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram.

      Málsnúmer 2112022 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Mál nr 46 um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, ósk um umsögn

      Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 24. febrúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 46. mál.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um málið.

       Málsnúmer 2202054 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Til kynningar

       7. Innviðaráðuneyti - kvörtun vegna stjórnsýslu Vesturbyggðar

       Lagt fram til kynningar bréf Innviðaráðuneytis dags. 22. febrúar 2022 vegna kvörtunar um stjórnsýslu Vesturbyggðar.

        Málsnúmer 2202050

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Bréf frá eftirlitsnefnd til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2022

        Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 21. febrúar 2022 þar sem vakin er athygli á áherslum nefndarinnar fyrir árið 2022.

         Málsnúmer 2202046

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Mál nr 349 um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða ( veiðistjórn sandkola og hryggleysingja) ósk um umsögn

         Lögð fram til kynningar beiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 24. febrúar 2022 um umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál.

          Málsnúmer 2202055

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Mál nr. 93 um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, ósk um umsögn

          Lögð fram til kynningar beiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 9. febrúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun a laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál. Einnig lögð fram til kynningar umsögn Vesturbyggðar dags. 22. febrúar 2022 um tillöguna.

           Málsnúmer 2202018

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Mál nr. 33 um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, ósk um umsögn

           Lögð fram til kynningar beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 10. febrúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 33. mál.

            Málsnúmer 2202022

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Mál nr. 332 um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, ósk um umsögn

            Lögð fram til kynningar beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 11. febrúar 2022 um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

             Málsnúmer 2202030

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Mál nr. 43 um breytingu á lögum um fjarskipti, nr 81-2003 með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum) ósk um umsögn

             Lögð fram til kynningar beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 14. febrúar 2022 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

              Málsnúmer 2202033

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

              Lögð fram til kynningar fundargerð 199. fundar Breiðafjarðanefndar 18. janúar 2022.

               Málsnúmer 2202047 8

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               15. Fundargerð 137 fundar Heilbrigðisnefndar 17.febrúar 2022 og ársreikningur 2021

               Lögð fram til kynningar fundargerð 137. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 17. febrúar 2022, ásamt ársreikningi 2021 og skiptingu kostnaðar.

                Málsnúmer 2202041

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                16. Fundargerð nr. 906 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                Lögð fram til kynningar fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 4. febrúar 2022.

                 Málsnúmer 2202012

                 Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                 17. Greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi

                 Lögð fram til kynningar greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútveg og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kynntu á Sjávarútvegsdeginum 2022.

                  Málsnúmer 2202048 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:03