Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #944

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. ágúst 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir staðgengill bæjarstjóra

Almenn erindi

1. Ráðning bæjarstjóra

Tekin fyrir ráðning bæjarstjóra Vesturbyggðar. Fyrir liggja drög að ráðningarsamningi.

Bæjarráð samþykkir að ráða Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar og felur forseta bæjarstjórnar að ganga frá og skrifa undir ráðningarsamninginn.

Ráðningasamningi vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar Rebekku Hilmarsdóttur fráfarandi bæjarstjóra Vesturbyggðar fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum í framtíðinni.

    Málsnúmer 2205045 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Húsfélagið Sigtún 57-67 Fundargerðir og fl.

    Lögð fram til afgreiðslu fundargerð aðalfundar fyrir Húsfélagið Sigtún 57-67. Taka þarf afstöðu til kostnaðarhlutdeildar Vesturbyggðar í fyrirhuguðum framkvæmdum við viðhald á raðhúsalengju. Áætlaður viðbótarkostnaður við hvora íbúð eftir að búið er að greiða út úr framkvæmdasjóð þá upphæð sem til er þar, er.

    Sigtún 59 kr. 1.863.127.- og
    Sigtún 67 kr. 1.452.848.-

    Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar hafði áður tekið málið fyrir og vísað því áfram til bæjarráðs til samþykktar.

    Bæjarráð Vesturbyggðar vísar málinu áfram til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2022.

      Málsnúmer 2207017 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      3. Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi - Minnjastofnun Íslands

      Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 2207031

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra - Iðnaðarráðuneytið

        Lögð fram til kynningar drög að reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra.

          Málsnúmer 2207029

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Breytingar á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf í Patreks- og Tálknafirði - Umhverfisstofnun

          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem fram kemur að tekin hafi verið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Patreksfirði og Tálknafirði.

            Málsnúmer 2207030

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45