Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #946

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. september 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Hitaveita Krossholti

Fulltrúar íbúa á Krossholtum mættu til fundar við bæjarráð þar sem málefni Hitaveitu á Krossholtum voru rædd.

Bæjarráð hefur fullan skilning á vanda íbúa á Krossholtum og felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmasviðs að vinna áfram að lausn mála.

    Málsnúmer 2006016 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Tónlistarskóli Vesturbyggðar

    Skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar kom inná fundinn þar sem ræddar voru hugmyndir hennar um tónmenntarkennslu og mögulega breytingu á fyrirkomulagi söngkennslu við skólann. Jafnframt er óskað eftir því að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2022 vegna verkefnanna.

    Bæjarráð vísar erindinu til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.

      Málsnúmer 2209024

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg

      Kristín Andrea Þórðardóttir fulltrúi skipuleggjenda skjaldborgarhátíðarinnar kom inná fund bæjarráðs þar sem málefni Skjaldborgarhátíðarinnar voru rædd.
      Lýst var yfir áhyggjum af þróun gistimöguleika hátíðargesta þar sem gistirýmum hefur fækkað og er farið að hamla þátttöku á hátíðinni.

      Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar sat fundinn undir liðnum.

        Málsnúmer 2209016

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Sameining bókasafna í Vesturbyggð

        Lagt fyrir erindi frá forstöðumanni bókasafna Vesturbyggðar þar sem lagt er til að Héraðsbókasafn V-Barðastrandarsýslu á Patreksfirði og Bókasafnið Bíldudal verði formlega sameinuð undir nafninu Bókasafn Vesturbyggðar.

        Bókasafnið verður áfram með útibú á Bíldudal og Patreksfirði en með sameiningu verður rekstur og utanumhald einfaldari. Nú þegar hefur útlánaþáttur bókasafnanna verið sameinaður sem gerir notendum kleift að fá safngögn að láni á hvoru safninu sem er, burtséð frá búsetu viðkomandi, og skila á hvoru safninu sem er.

        Bæjarráð tekur vel í erindið og óskar eftir afstöðu menningar- og ferðamálaráðs til málsins.

          Málsnúmer 2209003 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

          Lagður fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022 ásamt fundargerð aðalfundar fyrir Húsfélagið Sigtún 57-67. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmdar uppá 3,3 milljónir við íbúðirnar Sigtún 59 og Sigtún 67 sem eru í eigu Fasteigna Vesturbyggðar. Jafnframt er lagt fyrir minnisblað tónlistarskólaskólastjóra vegna aukins launakostnaðar við tónlistarskólann.

          Viðaukinn hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður neikvæð um 78,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 48,1 milljón. Handbært fé í A hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 34,2 milljónir. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 1,97 milljónir og verður 44,6 milljónir.

          Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

            Málsnúmer 2201042 13

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

            Strandsvæðaskipulag Vestfjarða rætt. Unnið er að umsögn sveitarfélagsins í samvinnu við hafna- og atvinnumálaráð og skipulags- og umhverfisráð. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja tillögu að umsögn fyrir fund bæjarstjórnar í næstu viku.

              Málsnúmer 2203081 12

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Innri persónuverndarstefna Vesturbyggðar uppfærð 14.07.2022 - Dattacalabs

              Lögð fyrir uppfærð innri persónuverndarstefna Vesturbyggðar dags. 14. júlí 2022 til samþykktar.

              Bæjarráð samþykkir stefnuna og vísar henni áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

                Málsnúmer 2209008 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Umsagnarbeiði tækifærisleyfi FHP Kútmagakvöld Lions

                Lagt fyrir erindi Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 6.september 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um leyfi til að halda Kútmagakvöld í Félagsheimili Patreksfjarðar 1. október 2022.

                Bæjarráð Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

                  Málsnúmer 2209015

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi FHP Krúttmagakvöld

                  Lagt fyrir erindi Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 7.september 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um leyfi til að halda Krúttmagakvöld/styrktarkvöld í Félagsheimili Patreksfjarðar 8. október 2022.

                  Bæjarráð Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

                    Málsnúmer 2209019

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    10. Bókun stjórnar sambandsins um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

                    Lagt fyrir til kynningar bókun stjórnar sambandsins dags. 26. ágúst um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.

                      Málsnúmer 2208034

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

                      Lagðar fyrir til kynningar 202. - 204. fundargerðir Breiðafjarðarnefndar.

                        Málsnúmer 2202047 8

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fundargerð nr. 912 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                        Lögð fyrir til kynningar fundargerð nr. 912, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                          Málsnúmer 2209001

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Sveitarstjórnakosningar 2022

                          Lagt fyrir til kynningar yfirlit yfir kostnað sveitarfélaganna við vinnu þjóðskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022. Hlutur Vesturbyggðar er 71.587,-

                            Málsnúmer 2204004 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fundargerð 139 fundar heilbrigðisnefndar 1. sept 2022 ásamt ársskýrslu 2021

                            Lögð fyrir til kynningar fundargerð 139. fundar heilbrigðisnefndar dags. 1. september 2022 ásamt ársskýrslu 2021.

                              Málsnúmer 2209014

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Samingur slökkviliðs við Vegagerðina vegna upphreinsunar

                              Lagður fyrir til kynningar samningur Vegagerðarinnar við slökkvilið Vesturbyggðar um upphreinsun á vegum eftir umferðarslys.

                                Málsnúmer 2209023

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30