Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #950

Fundur haldinn í fjarfundi, 25. október 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2022 - framkvæmdir

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inná fund bæjaráðs og fór yfir stöðu framkvæmda á árinu 2022. Framkvæmdir hafa gengið vel en þó eru einhverjar framkvæmdir sem ekki mun nást að vinna á árinu 2022.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna viðauka þar sem gerð er grein fyrir þeim framkvæmdum sem ekki verða kláraðar á árinu og leggja fyrir bæjaráð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Heimastjórnir í Vesturbyggð

Í 36. gr.-samþykkta um stjórn Vesturbyggðar er kveðið á um kosningu og kjörgengi í heimastjórnir Vesturbyggðar, ákvæði um heimastjórnir komu fyrst fram í samþykktum nr. 558/2022, dags. 2. maí 2022. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði samþykktanna skal 47. gr. Samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014 um fastanefndir Vesturbyggðar halda gildi sínu til 1. október 2022, eða þar til kosið hefur verið í heimastjórnir í Vesturbyggð skv. 38. gr.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að innleiðingu heimastjórnanna ásamt kynningu á breytingunni fyrir íbúa Vesturbyggðar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Verkferill við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir minnisblað um verkferil við val á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Málið var til umræðu á 24. fundi menningar- og ferðamálaráðs sem haldinn var 18. október sl. Lagt var til að sveitarfélagið móti sér verkferil til að forgangsraða og ákveða hvaða verkefni verður sótt formlega um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hverju sinni.

Bæjarráð felur menningar- og ferðamálafulltrúa að vinna lokadrög að verkferli í samræmi við minnisblaðið sem lagður verður fyrir menningar- og ferðamálaráð til samþykktar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Ósk um tilnefningu áheyrendafulltrúa í stjórn Fjórðungssambandsins.

Lagt fyrir bréf Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. október 2022, þar sem óskað er eftir tilnefningu áheyrnarfulltrúa Vesturbyggðar í stjórn Fjórðungssambandsins.

Bæjarráð tilnefnir Jón Árnason sem áheyrnafulltrúa Vesturbyggðar í stjórn Fjórðungssambandsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Mál nr. 9 um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis. Ósk um umsögn.

Lögð fram beiðni umsögn frá nefndarsviði Alþingis dags. 14. september 2022 um tillögu til þingsályktunar. Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.
Umsögn berist eigi síðar en 27. október 2022.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við fyrri umsagnir sveitarfélagsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Patreksfjarðarprestakall - Ósk um styrk fyrir fermingarbörn vegna ferðar í Vatnaskóg

Lögð fyrir styrkbeiðni Patreksfjarðarprestakalls vegna fermingaferðar fermingabarna úr Patreksfjarðarprestakalli.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk með óbreyttum hætti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Til samráðs- greinagerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu

Lögð fram beiðni um umsögn frá matvælaráðuneytinu dags. 21. október 2022 um "Greinagerð um stöðu vinnu við gerð sjávarútvegsstefnu".
Umsagnarfrestur er til og með 20. nóvember 2022.

Bæjarráð vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Mál nr. 44 um almannatryggingar ( skerðing á lífeyri vegna búsetu). Ósk um umsögn.

Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Velferðarnefnd Alþingis dags. 13. október 2022 um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 27. október nk.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Minningardagur um þá sem hafa látist í unferðarslysum 2022

Lagt fram til kynningar bréf dags. 05.10.2022 frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á degi um fórnarlömb umferðaslysa.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Áætlun um loftgæði 2022-2033 - Drög til haghafa

Lögð fram til kynningar drög að áætlun um loftgæði unnin af Umhverfisstofnun dags. 12. október 2022 þar sem óskað er eftir athugasemdum eða tillögum að breytingum.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 28. október 2022.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fundargerð nr. 914 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Skýrsla um starfsemi Ofanflóðanefndar 2018-2021

Lögð fram til kynningar skýrsla um starfssemi ofanflóðanefndar fyrir tímabilið 2018 - 2022.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 205. fundar Breiðafjarðarnefndar.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Ágóðahlutagreiðsla 2022

Lögð fram til tilkynning bréf frá EBÍ dags 18. október 2022 þar sem fram kemur ágóðahlutdeildargreiðslu 2022 til Vesturbyggðar. Hlutdeild Vesturbyggðar er 725.500,-

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116-2006 (orkuskipti).

Lagður fram til kynningar tölvupóstur matvælaráðuneytisins, dags. 20. október 2022, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 199/2022, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti)".

Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2022.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15