Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. janúar 2023 og hófst hann kl. 12:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Lántökur ársins 2023
Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2023 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 320 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2023 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2023 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2023 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar áfram til Bæjarstjórnar til staðfestingar.
2. Dagforeldrar í Vesturbyggð; Patreksfjörður
Rætt um vöntun á leikskólaplássi á Patreksfirði og leiðir til að stytta biðina þar til ný leikskóladeild verður opnuð.
Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
3. Rekstur tjaldsvæða Vesturbyggðar
Farið yfir rekstur tjaldsvæða Vesturbyggðar á árinu 2022. Menninga- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar sat fundinn undir þessum lið. Jafnframt var farið yfir rekstur Gömlu smiðjunnar á Bíldudal. Vísað áfram til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.
4. Til samráðs - Grænbók um sveitarstjórnarmál
Kynnt er umsögn bæjarstjóra við Grænbók ríkisins um sveitarstjórnarmál sem er dagsett 4. janúar 2023.
5. Umsagnarbeiðni Þorrablót Bíldudal
Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 11. janúar 2023 um umsögn kvennadeildar Slysavfél Bíldudals vegna tækifærisleyfis fyrir Þorrablót í Félagsheimili Bílddælinga Baldurshaga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
6. Styrkbeiðni vegna þorrablóts
Lögð fyrir umsókn frá Kvenfélaginu Sif dags. 12. janúar 2023 um styrk í formi niðurfellingar á húsaleigu FHP vegna Þorrablóts 2023.
Bæjarráð vísar beiðninni áfram til styrkúthlutana menningar- og ferðamálaráðs.
Til kynningar
8. Mál nr. 538 um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79-1997 ( aflvísir). ósk um umsögn
Lagður fram tölvupóstur atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 16.desember sl., þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands.
9. Afrit af bréfi MAST til Votlendissjóðs v. framkvæmda í Fífustaðardal
Lagt fram til kynnningar tölvupóstur dags 16.12 2022. Svar Votlendissjóðs við fyrirspurn MAST varðandi framkvæmdir í Fífustaðardal.
10. Fundargerð nr. 916 stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram til kynnningar fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
11. Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 2022
Lögð er fram til kynningar fundargerðir Náttúrustofu Vestfjarða frá 139. fundi stjórnarinnar.
12. Fundargerð 141. fundar Heilbirgðisnefndar 15. desember 2022
Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða sem haldinn var 15. desember sl.
13. Eftirlitsskýrsla vegna Vatnsveita Patreksfirði_Patreksfjörður_30.12.2022
Til kynningar niðurstaða eftirlitsskýrslu vegna vatnsveitu Patreksfjarðar 30.12.2022. Niðurstaða sýnatöku sýna að vatnið stenst gæðakröfur skv. 536/2001.
14. Eftirlitsskýrsla vegna Vatnsveita Bíldudals_Bíldudalur_30.12.2022
Til kynningar niðurstaða Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða á sýni fyrir Vatnsveitu Bíldudals. Neysluvatnið stenst gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001
15. Borgað þegar hent er í byrjun árs 2023
Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. desember 2022 þar sem sveitarfélögum er boðin þátttaka í innleiðingu álagingarkerfis vegna meðhöndlun úrgangs út frá borgað þegar hent er kerfinu. Kerfið er í samræmi við lög sem tóku gildi um áramót og mun álagning verða eftir hinu nýja kerfi. Jafnframt er lagður fram til kynningar tölvupóstur bæjarstjóra, dags. 4. janúar sl., þar sem hún staðfestir þátttöku Vesturbyggðar í verkefninu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00