Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #281

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. janúar 2015 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 281. fundar miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Forseti óskaði eftir af

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 280

    Til máls tók: Forseti.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1412004F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 722

      Fundargerðin er í 7. töluliðum.
      Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, MJ, HTog GH.
      3.tölul. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur Alþingi til að leggja aukið fjármagn til vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum.
      7.tölul. ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 241.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2014 að fjárhæð 88 milljónir króna auk þess að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 58 milljónir króna, framkvæmdir og endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði 74 milljónir króna og framkvæmdir við vatnsveitur og fráveitu 21 millj.kr. sbr. 3 gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1501001F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fræðslu og æskulýðsráð - 9

        Fundargerðin er í 5. töluliðum.
        Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁS, GH og forseti.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1412001F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ungmennaráð Vesturbyggðar - 2

          Fundargerðin er í 2. töluliðum.
          Til máls tók: Forseti.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1501004F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags og umhverfisráð - 5

            Fundargerðin er í 9. töluliðum.
            Til máls tóku: Forseti, MJ og bæjarstjóri.
            1.tölul. Ísafjarðarbær aðalskipulag 2008-2020, breyting.
            Tekið fyrir aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
            Í kafla 4 í aðalskipulagi Ísafjarðar 2008-2020 um tengsl við aðrar áætlanir vantar að tilgreina aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018.

            Bæjarstjórn áréttar að framkvæmdir við aðrennslissvæði Dynjandisfoss séu tilkynningaskyldar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum og háð leyfi Umhverfisstofnunar þar sem um friðlýst svæði er að ræða. Bæjarstjórn bendir ennfremur á mikilvægi þess að tryggt verði nægt vatnsrennsli í fossinn.

            Bæjarstjórn gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

            2.tölul. Deiliskipulag á Látrabjargi.
            Fjallað var um athugasemdir þær sem bárust við tillögu að deiliskipulagi Látrabjargs sem auglýst var með athugasemdafresti til 26. maí 2014. Um er að ræða aðra umræðu um athugasemdirnar.
            Breytingar sem gerðar hafa verið til að koma til móts við athugasemdir eru ekki þess eðlis að þörf reynist að endurauglýsa deiliskipulagið skv. 4. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Bæjarstjórn samþykkir skipulagstillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að senda hans til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 42. gr laganna. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar. Jafnframt verði þeim sem athugasemdir gerðu send umsögn og afgreiðsla þeirra. Svörin má nálgast á heimasíðu Vesturbyggðar: www.vesturbyggd.is undir Stjórnsýsla > Skipulagsmál > Svör við athugasemdum og ábendingum - deiliskipulag Látrabjarg. http://www.vesturbyggd.is/stjornsysla/skipulog/skra/1371.

            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1412003F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Deiliskipulag - Íbúðabyggð Lönguhlíð.

              Til máls tók: Forseti.
              Tekið fyrir deiliskipulag vegna íbúðasvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal, greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014. Hér er um að ræða deiliskipulag á um 0,7 ha svæðið við Lönguhlíð í Bíldudal. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði.
              Megin markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
              - Að fjölga íbúðalóðum við núverandi götu innan byggðarinnar
              - Að styrkja og þétta núverandi íbúðabyggð.
              - Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir.
              - Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
              Um er að ræða lágreista sérbýlishúsabyggð með megin áherslu á 1-2 hæða einbýlishús og raðhús. Lagt er til í tillögu að hús verði í anda þess yfirbragðs sem er að finna á svæðinu og samræmist útliti og stærð húsa í götunni.

              Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um tillöguna og auglýsa skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Málsnúmer 1405039 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00