Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag - Íbúabyggð Lönguhlíð.

Málsnúmer 1405039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. september 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir deiliskipulag vegna íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal, greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014. Hér er um að ræða deiliskipulag á um 0,7 ha svæðið við Lönguhlíð í Bíldudal. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði.
Megin markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
- Að fjölga íbúðalóðum við núverandi götu innan byggðarinnar
- Að styrkja og þétta núverandi íbúðabyggð
- Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir.
- Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
Um er að ræða lágreista sérbýlishúsabyggð með megin áherslu á 1-2 hæða einbýlishús og raðhús. Lagt er til í tillögu að hús verði í anda þess yfirbragðs sem er að finna á svæðinu og samræmist útliti og stærð húsa í götunni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um tillöguna og auglýsa skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




30. júní 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Tillaga að deiliskipulagi vegna nýrra byggingalóða við Lönguhlíð á Bíldudal lagt fyrir, uppdráttur dags. 25.06.14.
Tillagan gerir ráð fyrir 3 einbýlishúsalóðum og 3 raðhúsalóðum.

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja af stað breytingu á aðalskipulagi í samræmi við tillöguna.




21. maí 2014 – Skipulags- og byggingarnefnd

Drög að deiliskipulagi vegna nýrra byggingalóða við Lönguhlíð á Bíldudal lögð fram til kynningar. Lagðar eru fram tvær tillögur, A og B.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vinna áfram með tillögu B, með þeirri breytingu að einbýlishús komi í stað parhúss ofan Lönguhlíðar.




17. mars 2015 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir deiliskipulag vegna íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal, greinargerð og uppdráttur sem auglýst var með athugasemdarfresti til 9. Mars 2015. Engar athugasemdir bárust og engar umsagnir en tillagan var send til umsagnar til Veðurstofu Íslands og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Umsagnir voru ítrekaðar 13 mars.

Til þess að klára deiliskipulagið til afgreiðslu þurfa staðfestar hættumatslínur að liggja fyrir.

Málinu frestað.




21. janúar 2015 – Bæjarstjórn

Til máls tók: Forseti.
Tekið fyrir deiliskipulag vegna íbúðasvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal, greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014. Hér er um að ræða deiliskipulag á um 0,7 ha svæðið við Lönguhlíð í Bíldudal. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Vesturbyggð 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði.
Megin markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
- Að fjölga íbúðalóðum við núverandi götu innan byggðarinnar
- Að styrkja og þétta núverandi íbúðabyggð.
- Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir.
- Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
Um er að ræða lágreista sérbýlishúsabyggð með megin áherslu á 1-2 hæða einbýlishús og raðhús. Lagt er til í tillögu að hús verði í anda þess yfirbragðs sem er að finna á svæðinu og samræmist útliti og stærð húsa í götunni.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um tillöguna og auglýsa skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.