Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #318

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. febrúar 2018 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 317

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1801006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 827

      Fundargerðin er í 11. töluliðum.
      Til máls tóku: GBS, bæjarstjóri, forseti, ÁS, HT og skrifstofustjóri.
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1801007F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 828

        Fundargerðin er í 16. töluliðum.
        Til máls tóku: HS, bæjarstjóri og NÁJ.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1802001F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Atvinnu og menningarráð - 19

          Fundargerðin er í 7. töluliðum.
          Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, GBS, HT, NÁJ, HS og ÁS.
          1.tölul. Þjónusta á Vestfjarðavegi 60.
          Bæjarstjórn bendir á nauðsyn þess að auka á ný vetrarþjónustuna á Vestfjarðavegi 60 þar sem ferjan Baldur rúmar ekki þann fjölda flutningabifreiða sem þurfa að komast til og frá svæðinu á degi hverjum. Nauðsynlegt er því að halda áfram að þjónusta vegina að lágmarki til kl. 20:00 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu.
          2.tölul. Þjóðskógar á Íslandi.
          Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
          3.tölul. Staðir/Places, Eva Ísleifsdóttir ? beiðni um styrk.
          Bæjarstjórn samþykkir 200.000 kr. styrk til verkefnisins Staðir/Places sem bókist á bókhaldslykilinn 05089-9990.

          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1801004F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fræðslu og æskulýðsráð - 39

            Fundargerðin er í 3. töluliðum.
            Til máls tóku: GBS, ÁS og forseti.
            1.tölul. Páll Vilhjálmsson frá HHF.
            Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

              Málsnúmer 1802002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skipulags og umhverfisráð - 44

              Fundargerðin er í 5. töluliðum.
              Til máls tók: Bæjarstjóri.
              4.tölul. Aðalskipulag ? Vesturbyggð, vinnsla á skipulagi.
              Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulags- og matslýsingu, dagsett 13. febrúar 2018 til auglýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Bæjarstjórn vísar ósk skipulags- og umhverfisráðs um stofnun skipulagshópa íbúa vegna vinnu við aðalskipulag til bæjarráðs.

              5.tölul. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal.
              Bæjarstjórn samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis á Bíldudal, dagsett 13. febrúar 2018, til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarandi breytingum: Skipulagssvæðið verði minnkað, gerð verði grein fyrir fráflæði, bílastæðum, frágangi og mótsvægisaðgerðum umhverfis á skipulagssvæðinu.

              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1712007F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45