Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #379

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. janúar 2023 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Ólafur Byron Kristjánsson (ÓBK) varamaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson Byggingarfulltrúi

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 379. fundar miðvikudaginn 25. janúar 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Friðbjörn Steinar Ottósson varaforseti setti fundinn í fjarveru forseta og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Jón Árnason boðaði forföll, í hans stað situr Gunnþórunn Bender fundinn. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr Tryggvi Baldur Bjarnason fundinn. Guðrún Eggertsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr Ólafur Byron Kristjánsson fundinn.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

    Málsnúmer 2209029 15

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Lántökur ársins 2023

    Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2023 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 320 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2023 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2023 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2023 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Til máls tóku: Forseti.

    Bæjarstjórn samþykkir lántökuna á árinu 2023 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2023, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánartiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Jafnframt er Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 180378-4999 og Gerði Björk Sveinsdóttir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

      Málsnúmer 2301009 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2023

      Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2023 ásamt upplýsingum til greiðenda fasteignagjalda í Vesturbyggð 2023.

      Efnislega eru ekki gerðar breytingar frá árinu áður, en uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2023 og afsláttur hækkaður í samræmi við aðrar breytingar á gjaldskrám.

      Til máls tók: Forseti

      Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir þær reglur sem lagðar eru fram hér um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2023.

        Málsnúmer 2301020

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Langi Botn - Umsókn um stofnun vegsvæðis.

        Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. landeigenda Langa Botns, Arnarfirði dags. 21. desember 2022. Í erindinu er sótt um stofnun vegsvæðis um Dynjandisheiði fyrir þjóðveg nr.60 í landi Langa Botns, landeignarnr. 140456. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 102. fundi sínum 11. janúar sl. að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

        Til máls tók: Forseti.

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða stofnun lóðarinnar í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisráðs.

          Málsnúmer 2212034 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2022-2023

          Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. desember 2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023.

          Gögnin voru tekin fyrir á 45. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 12. janúar sl. og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023, þó með sambærilegum sérreglum og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2020/2021.

          Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð samkvæmt reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 verði svohljóðandi:

          a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

          b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

          c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.

          Til máls tóku: Forseti, ÁS, bæjarstjóri.

          Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögur hafna- og atvinnumálaráðs að sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta í Vesturbyggð fiskveiðiárið 2022/2023.

            Málsnúmer 2212017 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Borgað þegar hent er í byrjun árs 2023 - meðhöndlun úrgangs

            Lögð er fram til samþykktar ný gjaldskrá fyrir árið 2023 um meðhöndlun úrgangs auk nýrra samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð.

            Gjaldskráin um meðferð úrgangs kæmi stað gjaldskrár sem samþykkt var á 377. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 14. desember sl. Nýja gjaldskráin er í samræmi við breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi 1. janúar 2023.

            Samþykktir Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs kæmi í stað fyrri samþykkta, en er þeim breytt í samræmi við breytingar á lögunum um meðhöndlun úrgangs.

            Til máls tók: Forseti, Bæjarstjóri, ÁS.

            Forseti bar staðfestingu gjaldskrárinnar upp til atkvæðagreiðslu.

            Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir samhljóða nýja gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2023.

            Forseti lagði til að nýjum samþykktum Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs yrði vísað til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

            Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að vísa nýjum samþykktum Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

              Málsnúmer 2301004 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Foreldragreiðslur - mánaðagreiðslur

              Á 43. fundi velferðarráð sem haldinn var 10. nóvember 2022 voru lagðar fram tillögur að endurskoðun á foreldragreiðslum. Reglur um foreldragreiðslur voru uppfærðar auk tillagna að breytingum á gjaldskrá fyrir árið 2023. Gjaldskrá hefur þegar verið staðfest, en foreldragreiðslur hækka um rúm 50% milli ára.

              Velferðarráð vísaði reglunum til bæjarráðs.

              Til máls tók: Forseti, SSS

              Forseti bar staðfestingu nýrra reglna um foreldragreiðslur sem taki gildi frá 1. janúar 2023 upp til atkvæðagreiðslu.

              Bæjarstjórn staðfestir samhljóða nýjar reglur um foreldragreiðslur Vesturbyggðar.

                Málsnúmer 2002056

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Ungmennaráð Vesturbyggðar

                Á 83. fundi fræðslu- og æskulýðsráðs var tekin fyrir skipun fulltrúa í ungmennaráð Vesturbyggðar. Fræðslu- og æskulýðsráð skipaði eftirfarandi sem aðalmenn: Íris Emma Sigurpálsdóttir, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, Fjölnir Úlfur Ágústsson, Sigurlaug Anna Evudóttir og Guðrún Ýr Grétarsdóttir og eftirfarandi sem varamenn: Óliver Logi S. Bjartsson, Katía Silva, Guðmundur Sævar Vignisson, Eva Jóhanna Leiknisdóttir og Herdís Freyja Grétarsdóttir. Á fyrsta fundi ungmennaráðs var samþykkt að Guðrún Ýr Grétarsdóttir yrði formaður ungmennaráðs.
                Í samræmi við reglur ungmennaráðs leggur bæjarstjóri til að bæjarstjórn staðfesti skipun fulltrúa og formanns í ungmennaráð.

                Til máls tóku: Forseti, ÁS.

                Forseti leggur til að skipan fulltrúa í ungmennaráð verði samþykkt. Aðalmenn verði Guðrún Ýr Grétarsdóttir, formaður, Íris Emma Sigurpálsdóttir, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, Fjölnir Úlfur Ágústsson og Sigurlaug Anna Evudóttir og varamenn: Óliver Logi S. Bjartsson, Katía Silva, Guðmundur Sævar Vignisson, Eva Jóhanna Leiknisdóttir og Herdís Freyja Grétarsdóttir.

                Bæjarstjórn staðfestir samhljóða skipun í ungmennaráð.

                Forseti leggur til að fræðslu- og æskulýðsráði verði falið að endurskoða reglur um ungmennaráð Vesturbyggðar og skýra betur skipun ráðsins.

                Bæjarstjórn staðfestir samhljóða að fræðslu og æskulýðsráði verði falið að endurskoða reglur um ungmennaráð Vesturbyggðar og skýra betur skipun ráðsins.
                .

                  Málsnúmer 2201004 9

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerð

                  9. Bæjarráð - 954

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 954. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 19. janúar 2023. Fundargerð er í 16 liðum.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2301003F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  10. Skipulags og umhverfisráð - 102

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 102. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. janúar 2023. Fundargerð er í 6 liðum.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2301004F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  11. Hafna- og atvinnumálaráð - 45

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 45. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 12. janúar 2023. Fundargerð er í 4 liðum.

                  Til máls tók: Forseti, TBB, ÁS.

                  Málsnúmer 2301005F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  12. Fræðslu- og æskulýðsráð - 83

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 83. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 9. janúar 2023. Fundargerð er í 3 liðum.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2301001F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  13. Velferðarráð - 44

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar velferðarráðs, fundurinn var haldinn 12. janúar 2023. Fundargerð er í 4 liðum.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2301002F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00