Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #383

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. maí 2023 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 383. fundar mánudaginn 15. maí 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku:Forseti og bæjarstjóri.

    Málsnúmer 2209029 15

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Starfshópur um samstarfs í velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum

    Lagðir eru fram tölvupóstar Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra Strandabyggðar, dagsettir 3. Og 9. Maí 2023, þar sem óskað er eftir að bæjar- og sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem standa að samningi um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, taki beiðni Strandabyggðar um aðild, formlega fyrir á næsta bæjar- eða sveitarstjórnarfundi. 

    Samningur þeirra sveitarfélaga sem ákváðu að standa saman að Velferðarþjónustu Vestfirðinga hefur verið í yfirlestri hjá ráðuneytum undanfarnar vikur.  Öll sveitarfélög á Vestfjörðum ákváðu að koma að stofnun Velferðarþjónustu Vestfirðinga, nema Strandabyggð sem vildi kanna aðra möguleika. Unnið er að því að gerðar verði breytingar á samningnum þar sem bætt verði inn heimild til að bæta við aðildarsveitarfélagi að samningnum með viðauka við samninginn ef bæjar- eða sveitarstjórnir allra sveitarfélaga samþykkja.

    Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði viðauki við samning um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, í samræmi við framangreint, þar sem Strandabyggð bætist við sem aðili að samningnum enda gangi Strandabyggð að skilmálum samningsins. 

    Samþykkt samhljóða

      Málsnúmer 2209052 11

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Ársreikningur 2022

      Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2022.

      Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 2.142 millj. kr., þar af voru 1.645 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 9,5% á milli ára. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta bæjarsjóðs var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 88 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 55 millj. kr.

      Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 92,8 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 71 millj. kr. 

      Fjárfest var á árinu fyrir 302 millj. kr. í fastafjármunum og tekin voru ný lán á árinu 2022 uppá 100 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 177 millj. kr.

      Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 3.062 millj. kr. í árslok 2022. Skuldir A hluta námu í árslok 2022 2.107 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.462 millj. kr.

      Skuldaviðmið var 82% í árslok 2022 og hafði lækkað um 4% frá árinu 2021.
      Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 600 millj. kr. í árslok 2022 og var eiginfjárhlutfall 19,6%.

      Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 348 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 135 millj. kr.

      Til máls tóku:

      Ársreikningur Veturbyggðar fyrir árið 2022 samþykktur samhljóða.

        Málsnúmer 2301013 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu.

        Erindi frá Arnarlax hf. dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal til Arnarlax. Þá samþykkir ráðið að farið verði í sameiningu lóðanna með tilheyrandi breytingu á deiliskipulagi.

        Til máls tók: Forseti

        Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir úthlutun lóðanna.

          Málsnúmer 2303007 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Vegagerðin - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar.

          Erindi frá Direkta lögfræðiþjónustu dags. 04.05.2023 f.h. landeigenda í Trostansfirði, Arnarfirði, L140470. Í erindinu er sótt um stofnun 108.608 m2 vegsvæðis úr landi Trostansfjarðar.

          Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir vegsvæðið.

          Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

          Til máls tók: Forseti

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar.

            Málsnúmer 2305014 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Kvígindisdalur - Umsókn um stofnun lóðar.

            Erindi frá Val Thoroddsen. Í erindinu er sótt um stofnun 400m2 lóðar úr landi Kvígindisdals, Patreksfirði, L139897.

            Erindinu fylgir lóðarblað er sýnir afmörkun lóðarinnar.

            Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

            Til máls tók: Forseti

            Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stofnun lóðarinnar.

              Málsnúmer 2305003 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Dufansdalur Fremri - umsókn um stofnun lóðar

              Erindi frá Guðrúnu I. Halldórsdóttur. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar úr landi Dufansdals Fremri, L231733. Stærð lóðar er 6564 m2 og ber heitið Dufansdalur lóð 10.

              Erindinu fylgir lóðablað. Lóðin stendur við deiliskipulagða frístundabyggð í Dufansdal.

              Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

              Til máls tók: Forseti

              Bæjarstjórn Vesturbyggð samþykkir stofnun lóðarinnar.

                Málsnúmer 2305022 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Deiliskipulag Krossholt - ósk um breytingu.

                Tekið fyrir eftir grenndarkynningu breyting á deiliskipulagi Langholt-Krossholt. Breytingin var grenndarkynnt frá 27. febrúar til 3. apríl 2023. Fyrir liggur umsögn Fiskistofu sem og tvær athugasemdir er bárust á kynningartímanum.

                Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 106. fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim sem gerðu athugasemdir og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                Til máls tók: Forseti

                Bæjarstjórn samþykkir breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir.

                  Málsnúmer 2212033 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerðir til kynningar

                  9. Menningar- og ferðamálaráð - 28

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 2. maí 2023. Fundargerð er í 4 liðum.

                  Til máls tóku: Forseti, GE, ÁS og bæjarstjóri.

                  Málsnúmer 2304007F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerð

                  10. Bæjarráð - 961

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 961. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 9. maí 2023. Fundargerð er í 12 liðum.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2304006F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  11. Hafna- og atvinnumálaráð - 49

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 49. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 9. maí 2023. Fundargerð er í 4 liðum.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2305001F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  12. Fræðslu- og æskulýðsráð - 87

                  Lögð fram til kynningar fundargerð 87. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 8. maí 2023. Fundargerð er í 5 liðum.

                  Fráfarandi skólastjóra Bíldudalsskóla þakkað samstarfið.

                  Til máls tók: Forseti.

                  Málsnúmer 2303010F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  13. Skipulags og umhverfisráð - 106


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23