Fundur haldinn í fjarfundi, 27. desember 2023 og hófst hann kl. 14:00
Nefndarmenn
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Einar Helgason (EH) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Sveitastjórnarkosningar 2024
Lögð fyrir tillaga undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarhrepps til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps að dagsetning kjördags í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi verði 4. maí 2024.
Tillagan var tekin fyrir á 974. fundi bæjarráðs þar sem samþykkt var að sveitarstjórnarkosningar muni fara fram í sameinuðu sveitarfélagið 4. maí 2024.
Vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar
Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða.
2. Hækkun útsvarsálagningar - fjármögnun þjónustu við fatlað fólk
Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, á þann hátt að hámark útsvars fer úr 14,74% í 14,97%, en tekjuskattur lækkar samhliða á móti.
Óskað er staðfestingar bæjarstjórnar á útsvari 2024, og frestur veittur til 30. desember 2023.
Bæjarráð lagði til á 974. fundi sínum við bæjarstjórn að hækka álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 um 0,23% og verði þannig 14,97%, í samræmi við samkomulag undirritað milli ríkis og sveitarfélaga, þann 15. desember 2023, um breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk, en tekjuskattur lækkað samhliða á móti.
Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða.
3. Fundargerðir og starfsreglur svæðisskipulagsnefndar
Lagðar fram fram til staðfestingar starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, sem fjallað hefur verið um og þær samþykktar hjá Skipulagsstofnun.
Bæjarráð tók reglurnar fyrir á 974 fundi sínum þar sem það leggur til við bæjarstjórn að staðfesta starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða.
Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:07
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 390. fundar miðvikudaginn 27. desember kl. 14:00. Fundurinn er aukafundur bæjarstjórnar og fór hann í fjarfundi.
Jón Árnason forseti bæjarstjórnar setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.