Hoppa yfir valmynd

Sveitastjórnarkosningar 2024

Málsnúmer 2312026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. desember 2023 – Bæjarráð

Tillaga undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarhrepps til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps að dagsetning kjördags í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi verði 4. maí 2024.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að sveitarstjórnarkosningar muni fara fram í sameinuðu sveitarfélagið 4. maí 2024.

Vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar




27. desember 2023 – Bæjarstjórn

Lögð fyrir tillaga undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarhrepps til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps að dagsetning kjördags í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi verði 4. maí 2024.

Tillagan var tekin fyrir á 974. fundi bæjarráðs þar sem samþykkt var að sveitarstjórnarkosningar muni fara fram í sameinuðu sveitarfélagið 4. maí 2024.

Vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða.




26. mars 2024 – Bæjarráð

Sveitarstjórnarkosningarnar hafa verið auglýstar og þar með boðaðar 4. maí n.k. með auglýsingu í Stjórnartíðindum 21. mars sl. Framboðsfrestur er til 12 á hádegi föstudaginn 29. mars n.k.
Enn fremur hefur Þjóðskrá Íslands verið upplýst um boðaða íbúakosningu fyrir heimastjórnir sem haldnar verða sama dag, 4. maí n.k. Reglur um um heimastjórnarkosningar í Sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa verið birtar í B deild Stjórnartíðinda.