Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #392

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 21. febrúar 2024 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) varamaður
  • Einar Helgason (EH) varamaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 392. fundar
miðvikudaginn 21. febrúar 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Friðbjörn Steinar Ottósson varaforseti setti fundinn í fjarveru forseta og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Í upphafi fundar var risið úr sætum og minnst heiðursborgara Vesturbyggðar Kristjáns Þórðarsonar fyrrum oddviti Barðastrandarhrepps og bónda á Breiðalæk með einnar mínútu þögn.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2024

Lögð fram Húsnæðisáælun Vesturbyggðar 2024. Húsnæðisáætlunin er hér lögð fram með sama sniðu og gert var árið 2022. Áætluninni er skilað rafrænt og á stöðluðu formi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Markmið með þessu formi húsnæðisáætlana er að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra ásamt því að auðvelda samanburð á milli sveitarfélaga og þannig bæta yfirsýn um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði.

Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2024 var unnin með hliðsjón af stefnuskjölum bæjarstjórnar Vesturbyggðar s.s. áætlun um mannfjöldaþróun skv. fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjóri ásamt sviðsstjórum Vesturbyggðar héldu utan um öflun upplýsinga í áætlunina í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða húsnæðisáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2024. Samkvæmt húsnæðisáætluninni er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði 29,5% fleiri að 10 árum liðnum samkvæmt miðspá, þ.e. fjölgun um 351 íbúa og er áætluð íbúðaþörf í samræmi við það 229 íbúðir. Vesturbyggð leggur því áherslu á að fjölga lóðum samkvæmt skipulagi í öllum byggðakjörnum og í dreifbýli.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Skipan í kjörstjórnir

Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að skipa sameiginlega kjörstjórn til að undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem verða 4. maí næstkomandi. Þeirri kjörstjórn verði einnig falið að undirbúa forsetakosningar í júní í samráði við kjörstjórnir hvors sveitarfélags þar sem forsetakosningarnar munu eiga sér stað eftir að sameiginlegt sveitarfélag hefur tekið til starfa.

Mál frá 4. fundi undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem fór fram 07.02.2024.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða tillögu undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps að skipa sameiginlega kjörstjórn til að undirbúa sveitarstjórnarkosningar sem verða 4. maí næstkomandi og að þeirri kjörstjórn verði einnig falið að undirbúa forsetakosningar í júní í samráði við kjörstjórnir hvors sveitarfélags þar sem forsetakosningarnar munu eiga sér stað eftir að sameiginlegt sveitarfélag hefur tekið til starfa.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að sameiginleg kjörstjórn verði þannig skipuð.

Aðalfulltrúar:
Finnbjörn Bjarnason
Hafdís Rut Rudolfsdóttir
Sigurvin Hreiðarsson

Varafulltrúar:
Edda Kristín Eiríksdóttir
María Úlfarsdóttir
Thelma Dögg Theodórsdóttir

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Lántökur ársins 2024

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2024 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 250 millj.kr. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2024 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2024 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2024 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lántökuna á árinu 2024 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2024, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánartiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Jafnframt er Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 180378-4999 og Gerði Björk Sveinsdóttir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Þann 9. nóvember 2023 samþykkti hafna- og atvinnumálaráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna tafa á umsögnum við breytingartillöguna var beðið með afgreiðslu. Fyrir liggja núna umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu ekki athugsemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti tillöguna á 57. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning.

Á 389. fundi bæjarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnyjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837 þar sem núverandi samningur er útrunninn. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að endurnýjun samnings yrði samþykkt. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði þar sem tryggja þarf aðgengi að VÞ lóð fyrir innan þar sem ekki er áformað að fara í nýja veglagningu að lóðinni.

Byggingarfulltrúi leggur til að höfðu samráði við eigendur fasteignarinnar að sett verði kvöð í lóðarleigusamning um umferðarrétt í gegnum lóðina að lóð L221595. Fyrir liggur samþykki allra eigenda fasteignarinnar Krossholt Iðnaðarhús.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn á 114. fundi sínum að endurnýjun lóðarleigusamningsins við alla eigendur hússins verði samþykkt með kvöð um umferðarrétt á lóð L139837 að lóð L221595.

Skipulags- og umhverfisráð féll frá óverulegri breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa sem hagsmuna hafa að gæta.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurnýjun lóðarleigusamningsins.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Patreksfjörður - landfylling innan eyrarinnar.

Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar þar sem lögð er fram frumtillaga að landfyllingu á Patreksfirði. Um er að ræða ca 2 ha landfyllingu þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð, verslun og þjónustu og möguleika á stækkun leikskólalóðar. Innan svæðisins væri mögulegt að koma fyrir allt að 3500 m2 af íbúðarhúsnæði, 1500 m2 af þjónustuhúsnæði og gert er ráð fyrir að reitur fyrir leikskólalóð geti orðið allt að 8300 m2.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 115. fundi sínum að farið yrði í breytingar á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags. Skoða þarf nánar útfærslu landfyllingarinnar og mögulegrar byggðar m.t.t. útivistargildis, ásýndar og byggingarmagns.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að farið verði í breytingar á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Skoða þarf nánar útfærslu landfyllingarinnar og mögulegrar byggðar m.t.t. útivistargildis, ásýndar og byggingarmagns.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Mjólkárlína 2 - Bíldudalsvogur.

Fyrir liggur erindi frá Verkís fyrir hönd Landsnets dagsett 5.febrúar 2024, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi. Landsnet vinnur að undirbúningi framkvæmda vegna lagningar Mjólkárlínu 2 sem er nýr 66 kV strengur á milli Mjólkár og Bíldudals. Fyrirhugaður strengur er hluti af stærra verkefni við að styrkja flutningskerfið á sunnanverðum Vestfjörðum. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að auka áreiðanleika raforkuafhendingar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 er gert ráð fyrir landtökustað innan við Haganes við Bíldudalsvog. Í samráði við landeigendur hefur landtökustaðurinn verið færður um 300 m utar á Haganesi, litlu vestan við afleggjara út á nesið, sbr.meðfylgjandi teikningu. Í sjó liggur sæstrengurinn u.þ.b. 400 m austan við ankerislægi Bíldudalshafnar.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 115. fundi sínum að farið verði í breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar þar sem gerð verði leiðrétting á legu strengsins. Skipulags- og umhverfisráð telur að breytingin sé þess eðlis að hún geti talist óveruleg og málsmeðferð verði því skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisráðs að breytingin sé geti talist óveruleg og að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi, greinargerð og uppdráttur. Í deiliskipulagstillögunni eru afmarkaðar tvær lóðir. Lóð nr. 1 er undir þjónustu- og sundlaugarhús og innan lóðar nr. 2 eru þrettán frístundahús og byggingarreitir fyrir tvö ný frístundahús.

Skipulags- og umhverfisráð benti á að í tillöguna vantar umfjöllun um umhverfisáhrif sem bæta þarf við greinargerð

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 115. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt og hlyti málsmeðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttingar á greinargerð.

Til máls tók: Varaforseti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um leiðréttingar á greinargerð.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

10.

Lögð fram til kynningar fundargerð 976. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 23. janúar 2024. Fundargerð er í 11 liðum.

Til máls tók: Varaforseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11.

Lögð fram til kynningar fundargerð 977. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 6. febrúar 2024. Fundargerð er í 19 liðum.

Til máls tók: Varaforseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13.

Lögð fram til kynningar fundargerð 115. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 14. febrúar 2024. Fundargerð er í 6 liðum.

Til máls tók: Varaforseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14.

Lögð fram til kynningar fundargerð 91. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 5. febrúar 2024. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 4

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 7. febrúar 2024. Fundargerð er í 7 liðum.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16.

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar ungmennaráðs Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 25. janúar 2024. Fundargerð er í 6 liðum.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

12. Hafna- og atvinnumálaráð - 57

Lögð fram til kynningar fundargerð 57. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 15. febrúar 2024. Fundargerð er í 4 liðum.

Til máls tók: Varaforseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40