Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #91

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. febrúar 2024 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
    Starfsmenn
    • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
    • Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
    • Hafdís Helga Bjarnadóttir () embættismaður
    • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
    • Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) embættismaður

    Fundargerð ritaði
    • Hafdís Helga Bjarnadóttir Tómstundafulltrúi

    Almenn erindi

    1. Araklettur viðbygging

    Leikskólastjóri Arakletts kynnir helstu breytingar sem verða á innra starfi leikskólans með tilkomu viðbyggingarinnar nýju.

    Leikskólastjóri Arakletts kynnti fyrir Fræðslu- og æskulýðsráði skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á innra starfi skólans við það að nýtt húsnæði er tekið í notkun. Það verður opið hús á leikskólanum Arakletti á degi leikskólans 6.febrúar kl. 16.30 - 18.00.

      Málsnúmer 2306041 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Íþróttaskólinn

      Lagt var fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem gert er grein fyrir breytingu á fyrirkomulagi og starfsmannahaldi í íþróttaskólanum á Patreksfirði og Bíldudal. Í minnisblaðinu er einnig óskað eftir samþykki fyrir því að gjald fyrir íþróttaskólann sé innifalið í gjaldi Frístundar fyrir þau börn sem eru þar. Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir þá tillögu sem lögð er fram í minnisblaðinu.

        Málsnúmer 2401121

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Innleiðing nýrrar aðferðarfræði í grunn og leikskóla Vesturbyggðar

        Skólastjóri Patreksskóla kynnir aðferðarfræði Nurture og innleiðingu hennar.

        Sviðstjóra og skólastjóra Patreksskóla var boðið að taka þátt í námsferð til Glasgow til að kynna sér aðferðarfræði Nurture. Í framhaldi er skólum í Vesturbyggð boðið að taka þátt í verkefninu og vera með fyrstu skólum á Íslandi til að tileinka sér aðferðarfræðina. Leitast verður við að fá styrki til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af því að innleiða aðferðarfræðina.

          Málsnúmer 2401118

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          4. Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi

          Formaður kynnir ákvörðun Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi. Skólastjórnendur fóru yfir hvaða áhrif þessi niðurstaða hefði á skólastarfið. Skólastjórnendur eru í samstarfi við persónuverndarfulltrúa Vesturbyggðar varðandi framhaldið.

            Málsnúmer 2401092

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00