Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 29. ágúst 2016 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.
Almenn mál
1. Aðalfundur Fasteigna Vesturbyggðar ehf 2016.
Lagður fram ársreikningur Fasteigna Vesturbyggðar ehf fyrir 2015 og skýrsla stjórnar.
Afkoma félagsins var jákvæð um 6,3 millj.kr. Rekstrartekjur voru 33,9 millj.kr. og rekstrarútgjöld 27,6 millj.kr. þar af fjármagnsgjöld 9,7 millj.kr. Langtímaskuldir í árslok námu 192,4 millj.kr. og höfðu lækkað um 26,2 millj.kr. á milli ára.
Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
Stjórnarkjör. Ný stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf er óbreytt stjórn frá fyrra ári en hana skipa:
Aðalstjórn:
Guðný Sigurðardóttir, formaður
Gerður Björk Sveinsdóttir
Magnús Jónsson
Til vara:
Jón Árnason
Ásgeir Sveinsson
2. Tilboð vegna Aðalstræti 4 íbúð 102 fastnr.221-3898
Lagt fram bréf dags. 5. júlí sl. frá Barða Sæmundssyni með sölutilboði að upphæð 13 millj.kr. f.h. dánarbús Aðalheiðar Kolbeins í íbúðina Aðalstræti 4, fastanr. 221-3898.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf hafnar tilboðinu.
3. Sala íbúða
Lagðir fram kaupsamningar vegna fasteignanna Sigtúns 39, fastanr. 212-3999, söluverð 8,9 millj.kr., Sigtúns 41, fastanr. 212-4000, söluverð 8,9 millj.kr. og Sigtúns 55, fastanr. 212-4010, söluverð 9,5 millj.kr.
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir söluna á Sigtúni 39, Sigtúni 41 og Sigtúni 55.
4. Rekstur og fjárfestingar - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.
Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, janúar-júní 2016.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00