Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #65

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. nóvember 2017 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Guðný Sigurðardóttir form. Fasteigna Vesturbyggðar ehf.

    Almenn mál

    1. Fjárhagsáætlun 2018.

    Rætt um fjárhagsáætlun 2018. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 yrði sérgreint viðhald 5,6 milljónir og meira ef tekst að selja eignir félagsins. Sérstök áhersla er á Sigtún 29-35.

      Málsnúmer 1708020 20

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárfestingar - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.

      Rekstur FV hefur gengið þokkalega sl ár. Flestar íbúðir eru í leigu eða eru á leið í leigu. Vanskil eru hverfandi. Nauðsynlegt verður að fara í frekara viðhald á komandi ári á efsta raðhúsi.
      Nauðsynlegt er að auglýsa lau sar íbúðir til leigu sem losna á komandi ári.
      Leiga verður uppreiknuð ársfjórðungslega.
      Umsjón með útleigu og öðrum daglegum rekstri verður í höndum framkvæmdastjóra og Þóru Sjafnar Kristinsdóttur starfsmanns Vesturbyggðar.

        Málsnúmer 1607040 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bjarkargata 8, efri hæð.

        Rætt um Bjarkargötu 8 efri hæð. Íbúðin er ekki í útleigu eins og sakir standa. Stjórn FV samþykkir að fá verðmat á íbúðina frá fasteignasala.

          Málsnúmer 1711036 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Breyting á framkvæmdastjóra, Ásthildur Sturludóttir tekur aftur við framkvæmdastjórastarfi. rsk17.43

          ÁSthildur Sturludóttir bæjarstjóri hefur snúið aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. samþykkir að fela henni prókúru og framkvæmdastjórn félagsins frá 30. nóvember 2017.

            Málsnúmer 1711037

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00