Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur nefnda, 7. nóvember 2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Egill Össurarson (EÖ) aðalmaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
- Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir ritari
Almenn mál
1. Fasteignir Vesturbyggðar ehf.- kosning formanns
Kosning formanns, Fasteigna Vesturbyggðar. Gerð er tillaga um Guðnýju Sigurðardóttur sem formann.
Samþykkt samhljóða.
2. Fasteignir Vesturbyggðar ehf. - Tilkynning um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru
Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. samþykkir að Rebekka Hilmarsdóttir, kt. 1604843309 taki við stöðu framkvæmdastjóra Fasteigna Vesturbyggðar ehf. og hafi prókúru fyrir félagið.
Samþykkt samhljóða.
3. Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022
4. Fasteignir Vesturbyggðar ehf. - Tilkynning um breytingu á lögheimili
Lögð fram tilkynningu um breytingu á lögheimili Fasteigna Vesturbyggðar ehf. Lögheimilið færist af Aðalstræti 63 Patreksfirði, yfir á Aðalstræti 75, Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að senda tilkynninguna til fyrirtækjaskrár.
5. Sigtún 51 vatnstjón
Lögð fram krafa vegna vatnstjóns á eign Sigtúni 51. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar óskar eftir því að leitað verði til lögfræðings sveitarfélagsins um bótaskyldu í málinu.
Samþykkt.
6. Fasteignir Vesturbyggðar ehf. - Rekstur og fjárhagsstaða.
7. Aðalstræti 4, þjónustuhús og íbúðir aldraðra - nýbygging.
Lagt fyrir til kynningar yfirlit hönnunar og verkfræðikostnaðar vegna þjónustubygginar við Aðalstrtæi 4.
Afgreiðslu máls vísað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:06