Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #69

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. desember 2018 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
 • Egill Össurarson (EÖ) aðalmaður
 • Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
 • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn mál

1. Fasteignir Vesturbyggðar ehf. - Rekstur og fjárhagsstaða.

Gerður B. Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri, mætti á fundinn og fór yfir rekstur og fjárhagsstöðu félagsins miðað við árslok 2017. Skuld félagsins við Vestubotn 17.170.702 kr., skuld félagsins við Vesturbyggð 23.000.000 kr. og yfirdráttur á reikningi félagsins 5.000.000 kr.

Stjórn félagsins leggur áherslu á að greiða niður skuld félagsins við Vesturbotn.

Stjórn félagsins vísar því til bæjarráðs að tekið verði til skoðunar að færa niður skuld félagsins við sveitarfélagið vegna ófyrirséðs viðhalds á árinu 2017.

Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram til kynningar og umræður um hana. Fyrirliggjandi framlög skv. fjárhagsáætlun 2019 munu ekki standa undir nauðsynlegum viðhaldsverkefnum á eignum félagsins. Framkvæmdastjóra falið að kanna möguleika félagsins til lántöku til að fara í nauðsynlegt viðhald á árinu 2019.

  Málsnúmer 1811037 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Langtíma viðhaldsáætlun - FV

  Þóra Sjöfn Kristinsdóttir mætti á fundinn og fór yfir helstu viðhaldsverkefni sem framundan eru. Lögð var fram viðhaldsáætlun 2019 - 2021 staðfest samhljóða með fyrirvara um fjármögnun.

  Rætt var um mikilvægi þess að sett yrði fram ítarlegri viðhaldsáætlun til næstu fjögurra ára. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga frá leigjendum um fyrirliggjandi viðhaldsverkefni í eignum félagsins, sem lagaðar verða fyrir næsta fund stjórnar.

   Málsnúmer 1808011 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Sigtún 51 vatnstjón

   Lagt var fyrir álit frá Birni Jóhannessyni lögfræðingi varðandi bótaskyldu sveitarfélagsins í málinu. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um ábyrgðartryggingu félagsins vegna eignarinnar og ræða við tjónþola um mögulegar tjónabætur.

   Framkvæmdastjóra falið í samstarfi við starfsmann félagsins að senda öllum leigjendum bréf þar sem ítrekaðar eru skyldur leigjenda að hreinsa frá niðurföllum og losa stíflur í niðurföllum.

    Málsnúmer 1810003 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Aðalstræti 4, þjónustuhús og íbúðir aldraðra - nýbygging.

    Rætt um yfirlit hönnunar- og verkfræðikostnaðar vegna þjónustubyggingar við Aðalstræti 4. Formaður og framkvæmdastjóri upplýsti stjórn um umræður á fundi með bæjarráði og stjórn Vesturbotns um kostnaðinn.

    Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar vísar því til bæjarráðs að hönnunar- og verkfræðiskostnaður vegna þjónustubyggingar við Aðalstræti 4 verði felldur niður gagnvart félaginu þar sem fjárhagsstaða félagsins geti ekki staðið undir slíkri framkvæmd og verkefnið falli ekki að hlutverki félagsins.

     Málsnúmer 1804034 5

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Bjarkargata 8, efri hæð.

     Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ásamt framkvæmdastjóra fóru og skoðuðu Bjarkargötu 8 á Patreksfirði.

     Stjórn félagsins sammála um að setja Bjarkargötu 8 á sölu og felur framkvæmdastjóra að koma eigninni í söluferli.

      Málsnúmer 1711036 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00