Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
- Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri
Almenn mál
1. Ósk um uppsetningu hundagerðis - Katrin Pétursdóttir Mikkelsen
Tekið fyrir erindi Katrínar Pétursdóttur frá 3. janúar 2019 um leyfi til að setja upp 2 metra hátt hundagerði á lóð við Sigtún 35 á Patreksfirði. Stjórn felur framkvæmdastjóra í samvinnu við tæknideild Vesturbyggðar að kalla eftir nánari útfærslu gerðisins frá bréfritara og kynna íbúum í nærliggjandi íbúðum fyrirhugaða framkvæmd skv. erindinu. Afgreiðslu erindisins frestað fram að næsta fundi.
2. Sigtún 29 nh. - Edda Kistín Eiríksdóttir
Tekinn fyrir tölvupóstur Eddu Kristínar Eiríksdóttur dags. 1. mars 2019 þar sem tilgreindar eru ábendingar um ástand eignar að Sigtúni 29 á Patreksfirði. Stjórn felur framkvæmdastjóra í samvinnu við tæknideild Vesturbyggðar að framkvæma úttekt á íbúðinni og áætla kostnað við mögulegar endurbætur sem kynnt verði stjórn á næsta fundi.
3. Sala eigna
Stjórn ræddi sölumeðferð á eign félagsins Bjarkargötu 8, á Patreksfirði sem auglýst var til sölu á heimasíðu Vesturbyggðar 5. febrúar 2019. Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirspurnir og skoðanir eignarinnar á tímabilinu. Stjórn felur framkvæmdastjóra að skrá eignina til sölu á fasteignasölu.
4. Stjórnir húsfélaga - skipun fulltrúa FV
Rætt um skipun fulltrúa Fasteigna Vesturbyggðar í húsfélögum fjölbýlishúsa þar sem félagið á eignir. Fyrrverandi starfsmenn Vesturbyggðar eiga nú sæti í nokkrum húsfélögum. Stjórn leggur til að framkvæmdastjóri tilnefni fulltrúa fyrir hönd Fasteigna Vesturbyggðar í þau húsfélög þar sem félagið á eignir.
5. Lyftuhús á Kambi - skuldabréf
Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá útgáfu skuldabréfs vegna byggingar lyftuhús við Kamb, Aðalstræti 4 á Patreksfirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:53