Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #70

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Guðný Sigurðardóttir (GS) formaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir framkvæmdastjóri

Almenn mál

1. Ósk um uppsetningu hundagerðis - Katrin Pétursdóttir Mikkelsen

Tekið fyrir erindi Katrínar Pétursdóttur frá 3. janúar 2019 um leyfi til að setja upp 2 metra hátt hundagerði á lóð við Sigtún 35 á Patreksfirði. Stjórn felur framkvæmdastjóra í samvinnu við tæknideild Vesturbyggðar að kalla eftir nánari útfærslu gerðisins frá bréfritara og kynna íbúum í nærliggjandi íbúðum fyrirhugaða framkvæmd skv. erindinu. Afgreiðslu erindisins frestað fram að næsta fundi.

    Málsnúmer 1901009

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Sigtún 29 nh. - Edda Kistín Eiríksdóttir

    Tekinn fyrir tölvupóstur Eddu Kristínar Eiríksdóttur dags. 1. mars 2019 þar sem tilgreindar eru ábendingar um ástand eignar að Sigtúni 29 á Patreksfirði. Stjórn felur framkvæmdastjóra í samvinnu við tæknideild Vesturbyggðar að framkvæma úttekt á íbúðinni og áætla kostnað við mögulegar endurbætur sem kynnt verði stjórn á næsta fundi.

      Málsnúmer 1903301

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Sala eigna

      Stjórn ræddi sölumeðferð á eign félagsins Bjarkargötu 8, á Patreksfirði sem auglýst var til sölu á heimasíðu Vesturbyggðar 5. febrúar 2019. Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirspurnir og skoðanir eignarinnar á tímabilinu. Stjórn felur framkvæmdastjóra að skrá eignina til sölu á fasteignasölu.

        Málsnúmer 1811034

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Stjórnir húsfélaga - skipun fulltrúa FV

        Rætt um skipun fulltrúa Fasteigna Vesturbyggðar í húsfélögum fjölbýlishúsa þar sem félagið á eignir. Fyrrverandi starfsmenn Vesturbyggðar eiga nú sæti í nokkrum húsfélögum. Stjórn leggur til að framkvæmdastjóri tilnefni fulltrúa fyrir hönd Fasteigna Vesturbyggðar í þau húsfélög þar sem félagið á eignir.

          Málsnúmer 1904011

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Lyftuhús á Kambi - skuldabréf

          Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá útgáfu skuldabréfs vegna byggingar lyftuhús við Kamb, Aðalstræti 4 á Patreksfirði.

            Málsnúmer 1904016

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Reglugerð um húsnæðisáætlanir - Íbúðalánasjóður

            Lögð fram til kynningar reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018. Framkvæmdastjóri fór yfir vinnu við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Vesturbyggð.

              Málsnúmer 1903185

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:53