Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #38

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. janúar 2018 og hófst hann kl. 16:00

  Fundargerð ritaði
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

  Almenn erindi

  1. Heimsókn á Araklett, Patreksfirði

  Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði heimsóttur. Hallveig Ingimarsdóttir skólastjóri fór með nefndarfólki um skólahúsnæðið og kynnti starfið.

   Málsnúmer 1801014

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Æskulýðsmál í Vesturbyggð

   Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri Vesturbyggðar sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þau mál sem snúa að hennar starfi þegar kemur að æskulýðsmálum. Farið var yfir málefni Ungmennaráðs sem hefur verið starfandi undanfarin ár en það hefur reynst erfitt að halda ráðinu gangandi og virku.
   Félagsmiðstöðvarnar á svæðinu hafa aukið samstarf sitt og hittast reglulega og vinna að sameiginlegum verkefnum. Haldin hafa verið böll og námkskeið. Arnheiður bendir á að brýnt er að bæta aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar á Bíldudal. Eins þarf að finna nýja aðstöðu fyrir félagsmiðstöðina á Patreksfirði.

    Málsnúmer 1801013

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Til kynningar

    3. Skólaþjónusta í Vesturbyggð 2017-2018

    Til kynningar fyrirkomulag skólaþjónustu fyrir skólaárið 2017-2018. Vesturbyggð kaupir þjónustu af Tröppu sem býður uppá fjölbreytta, tal- atferlis og kvíðameðferð í fjarþjónustu og hefur sú þjónusta komið mjög vel út fyrir sveitarfélagið og gerir það að verkum að hægt er að bjóða uppá góða þjónustu í heimabyggð sem annars þyrfti að sækja á höfuðborgarsvæðið eða annað. Elmar Þórðarson talmeinafræðingur/námsráðgjafi og Ásþór Ragnarsson sálfræðingur koma reglulega líkt og verið hefur undanfarin ár.

     Málsnúmer 1801012

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Samræmd próf í 4. og 7. bekk haustið 2017

     Niðurstöður samræmdra prófa fyrir 4. og 7. bekk lagðar fram til kynningar.

      Málsnúmer 1801011

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00