Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. mars 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Guðrún Norðfjörð () áheyrnafulltrúi
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri
Almenn erindi
1. Breytingar á skóladagatali Patreksskóla 2018-2019
Ósk skólastjóra Patreksskóla um að breyta skóladagatali 2018-2019 og færa skólaslit frá 31.maí til 3.júní. Samþykkt.
2. Skóladagatöl 2019-2020
Skóladagatöl leik- og grunnskóla Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða
3. Skýrsla starfshóps um leikskólamál
Lögð fyrir skýrsla starfshóps um leikskólamál. Fram fór kynning á skýrslu starfshópsins, en mætt voru til fundarins Elfar Steinn Karlsson og Svanhvít Skjaldardóttir ásamt formanni, og fóru þau yfir efni skýrslunnar og tillögur starfshópsins. Skýrslunni er vísað til kynningar í foreldraráði leikskólans og skólaráði grunnskólans til umfjöllunar og umsagnar. Skólastjórnendur boða til fundar með ráðum hvors skóla. Minnisblað frá foreldraráði leikskóla og skólaráði grunnskóla skal liggja fyrir, fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00