Hoppa yfir valmynd

Skóladagatöl 2019-2020

Málsnúmer 1903368

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. mars 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Skóladagatöl leik- og grunnskóla Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2019-2020 lögð fram til samþykktar. Samþykkt samhljóða
14. ágúst 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Leikskólastjórar óskuðu eftir breytingu á skóladagatali þannig að lokað verði í leikskólunum Vesturbyggðar og 5 ára deild Patreksskóla milli jóla og nýjárs þ.e. 27. og 30.desember.Samþykkt samhljóða.
Vísað til bæjarráðs
20. ágúst 2019 – Bæjarráð

Tekin fyrir beiðni leikskólastjóra um breytingar á skóladagatali fyrir leikskóla í Vesturbyggð, þar sem óskað er að leikskólar Vesturbyggðar og 5 ára deild Patreksskóla verði lokuð á milli jóla og nýárs, þ.e. dagana 27. og 30. desember 2019. Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkti beiðnina samhljóða á 55. fundi sínum og vísaði málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir bókun fræðsluráðs og felur skólastjórnendum að auglýsa lokunina.