Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) varamaður
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
- Guðrún Norðfjörð () áheyrnafulltrúi
- Gústaf Gústafsson (GG) áheyrnafulltrúi
- Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) áheyrnafulltrúi
- Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
- Sólveig Dröfn Símonardóttir () áheyrnafulltrúi
- Vala Dröfn Guðmundsdóttir (VDG) áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Almenn erindi
1. Leikskólinn Araklettur - starfsmannamál
Leikskólastjóri á Arakletti fór yfir starfsmannamál leikskólans og hugmyndir til að laða að fagfólk sem og annað fólk til starfa.
Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til við bæjarráð að settur verði á laggirnar samstarfshópur sem vinnur að tillögum um bætt starfsumhverfi leikskóla og leggur áherslu á gott samstarf við stjórnendur og starfsfólk leikskóla.
2. Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir grunnskólakrakka
Lagður fram tölvupóstur dags. 4. nóvember 2019 frá Davíð Jónssyni. Þar er kynnt verkefnið Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir unglingastig grunnskólanemenda. Markmið skólans er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og að auki kynna fyrir nemendum þá menntunarmöguleika sem tengdir eru sjávarútvegi. Þá er skólinn einnig hugsaður sem tæki til að benda grunnskólanemendum á framtíðarmöguleika sem þau kunna að eiga í sinni heimabyggð.
Fræðslu- og æskulýðsráð tekur vel í erindið og hlakkar til að fylgjast með framvindunni og styðja við verkefnið.
3. Lesstofa fyrir nemendur í Vesturbyggð
Lagður fram tölvupóstur dags. 7. nóvember 2019 frá Árny Magnúsdóttur. Þar spyrst Árný fyrir um möguleika á lesstofu í Vesturbyggð sem almenningur gæti nýtt sér.
Fræðslu- og æskulýðsráð bendir á að hægt er að nýta aðstöðu í Patreksskóla í samráði við skólastjóra. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Vesturbyggðar um aðstöðu í Skor.
Til kynningar
4. Kórónaveiran - leiðbeiningar til framlínustarfsmanna
Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu vegna sýkinga af völdum kórónaveiru dags. 30. janúar 2020.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00