Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #60

Fundur haldinn í símafundur, 15. apríl 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) varamaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) varamaður
Starfsmenn
  • Hallveig Guðbjört Ingimarsdóttir (HI) áheyrnafulltrúi
  • Klara Berglind Hjálmsdóttir (KH) áheyrnafulltrúi
  • Lára Þorkelsdóttir (LÞ) áheyrnafulltrúi
  • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
  • Signý Sverrisdóttir (SS) áheyrnafulltrúi
  • Sólveig Dröfn Símonardóttir (SDS) áheyrnafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Jónas Heiðar Birgisson formaður

Almenn erindi

1. Sumarlokanir í leikskólum - ósku um breytingu á dagatali

Lagt fram bréf um lokanir í leikskólum Vesturbyggðar. Í bréfinu eru beiðnir undirritaðar af öllum skólastjórnendum í Vesturbyggð um tvennt. Annars vegar er um að ræða beiðni um að framvegis verði leikskólar lokaðir á milli jóla og nýárs og hins vegar, með hliðsjón af nýjum kjarasamningum, beiðni um að leikskólar verði lokaðir í sex vikur samfleytt yfir sumur, frá byrjun júlí þar til um miðjan ágúst. Beiðnin er til komin til að komast hjá raski á störfum stofnananna vegna útafstandandi sumarleyfa starfsmanna við núverandi skipulag. Óskað er eftir að breytingarnar taki gildi strax og gildi þar með um sumarlokun 2020, til vara er sótt um að breytingarnar taki gildi þannig að lokað verði á milli jóla og nýárs frá og með 2020-2021 og 6 vikna lokun 2021.

Ráðið leggur til að halda áfram með lokun á milli jóla og nýárs. Jafnframt telur ráðið að óæskilegt sé að breyta sumarlokun 2020 en að skoða þurfi vel sumarlokun 2021 með tilliti til nýrra kjarasamninga.

Málinu vísað áfram til bæjarráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Patreksskóli - skóladagatal 2020-2021

Farið var yfir breytingar á dagatölum frá síðasta fundi í stuttu máli. Skóladagatal Patreksskóla 2020-2021 er samþykkt af ráðinu.

Með þeim lokunum sem gert er ráð fyrir á dagatali leikskóladeildar Patreksskóla 2020-2021 hefur ráðið áhyggjur af því að um of marga lokunardaga sé að ræða og úrræði foreldra af skornum skammti.

Málinu vísað til bæjarráðs.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Leikskólinn Araklettur - skóladagatal 2020-2021

Leikskólastjóri á Arakletti fór yfir breytingar á dagatalinu frá síðasta fundi í stuttu máli. Dagatalið er samþykkt. Komi til þess að sumarlokun verði lengd í sex vikur í stað fjögurra færast síðustu tvær vikur á leikskóladagatal 2021-2022.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bíldudalsskóli - skóladagatal 2020-2021

Skólastjóri Bíldudalsskóla fór yfir breytingar á dagatalinu frá síðasta fundi í stuttu máli. Dagatalið er samþykkt.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. COVID-19 - staða á menntastofnunum 15.04.2020

Skólastjórnendur skiluðu skýrslum um stöðu á menntastofnunum sínum. Farið yfir þær til kynningar. Fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar vill þakka skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf við þessar erfiðu aðstæður. Ljóst er að ástandið hefur reynt á bæði nemendur og kennara en það dylst engum að tekist hefur verið á við verkefnið af jákvæðni og vilja til þess að gera það besta úr aðstæðum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tónlistaskólar á tímum farsóttar

Lagt fyrir bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um starf Tónlistarskóla á tímum farsóttar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - bréf til sveitarfélaga

Lagt fyrir bréf frá Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Sambandið hvetur sveitarfélög til að styðja við bakið á sínum félögum á erfiðum tímum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30