Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. september 2022 og hófst hann kl. 16:30
Nefndarmenn
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) formaður
- Páll Vilhjálmsson (PV) varaformaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) varamaður
Starfsmenn
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
- Elsa Ísfold Arnórsdóttir (EÍA) embættismaður
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Skólastefna Vesturbyggðar innleiðingaráætlun
Kristrún Lind Birgisdóttir sérfræðingur í skólamálum frá Ásgarði í skýjunum fór með fræðslu- og æskulýðsráði yfir hlutverk ráðsins.
2. Fræðsluráð, fundartími og fyrirkomulag
Rætt um fundartíma fræðslu- og æskulýðsráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Næsti fundur ráðsins verður haldinn annan miðvikudag í október klukkan 16:30.
4. Skólamál á Barðaströnd - dagvistunarúrræði
Lögð fyrir fyrirspurn Guðrúnar Eggertsdóttur dags. 12. ágúst 2022 þar sem spurt er um hvort að til standi að gera eitthvað frekar varðandi dagvistunar úrræði á Barðaströnd.
Auglýst hefur verið eftir dagforeldrum á Barðaströnd.
Dagforeldrum sem hyggjast starfa á Barðaströnd stendur til boða aðstaða án endurgjalds í húsnæði Birkimelsskóla og þá styrkir sveitarfélagið viðkomandi dagforeldri til að sækja nauðsynleg námskeið sem og unnt er að sækja um stuðningsstyrk skv. reglum Vesturbyggðar. Auglýsingarnar hafa til þessa ekki borið árangur.
Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til að auglýst verði eftir dagforeldrum á ný.
5. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál
Lögð fyrir fyrirspurn frá Guðrúnu Eggertsdóttur dags. 10. ágúst 2022 þar sem spurt er um framtíðaráform sveitarfélagsins um húsnæðismálum fyrir leikskóla í Vesturbyggð. Jafnframt er spurt um hvort að lóðin við Bala 1 og 2 geti hentað undir leikskóla og hvort að það hafi verið kannað.
Bæjarstjóri fór yfir með ráðinu áform um stækkun á Arakletti sem unnið er að undirbúningi fyrir. Væntingar eru um það að hægt verði að ljúka vinnunni sem allra fyrst.
Ekki liggja fyrir að svo stöddu áform um breytingar á leikskólahúsnæði á Bíldudal en húsnæðið er í slæmu ásigkomulagi og því aðkallandi að fara í þá vinnu.
Ekki hefur verið skoðað hvort að lóðin við Bala 1 og 2 á Patreksfirði henti fyrir leikskóla en lóðin er skipulögð íbúalóð sem búið er að úthluta.
6. Ósk um endurskoðun á sumarlokun leikskóla
Lögð fyrir fyrirspurn frá Lilju Sigurðardóttur dags. 30.ágúst 2022 um sumarlokun leikskóla.
Síðustu ár hefur sumarlokun verið rúllandi þrjú tímabil, og var það fyrirkomulag samþykkt til nokkurra ára en kominn er tími á að endurskoða það.
Sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að senda út könnun til foreldra í samvinnu við skólastjórnendur til að kanna hug foreldra til sumarlokunar.
Niðurstöður könnunarinnar verði kynntar fyrir ráðinu þegar þær liggja fyrir.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20