Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. október 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson Hafnarstjóri
Almenn mál
1. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.
Farið yfir mögulegan geymslustað fyrir stálþil sem nota á við framkvæmdir við Bíldudalshöfn. Skipulags- og umhverfisráð bókaði um málð á 64. fundi sínum að lögð yrði áhersla á að stálþilið yrði staðsett innan hafnarsvæðis.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að ræða við notendur hafnarinnar um geymslustað innan hafnarsvæðis í takt við umræður á fundinum.
2. Hafnasjóður Vesturbyggðar - endurskoðun gjaldskrár.
3. Fjárhagsáætlun 2020
Hafnarstjóri fór yfir tillögur að sérgreindum verkefnum hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2020.
4. Komur skemmtiferðaskipa 2019
Hafnarstjóri fór yfir tekjur vegna skemmtiferðaskipa á Patrekshöfn á árinu 2019, einnig kynnti hafnarstjóri hugmyndir að breytingum á kynningarefni.
5. Skilgreining hafnarsvæða
6. Mengandi flotbryggja við Flókatóftir.
Tekið fyrir erindi Umhverfisstofnunar þar sem vakin er athygli á flotbryggju sem liggur undir skemmdum við Flókatóftir á Brjánslæk.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að kanna með kostnað við flutning á bryggjunni til Patreksfjarðar, ennfremur felur ráðið hafnarstjóra að tryggja bryggjuna svo ekki hljótist frekara tjón eða mengun af bryggjunni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40