Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #18

Fundur haldinn í símafundi, 27. apríl 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Atvinnuátak - Þorsteinn Hákonarsson

Lagt fram til kynningar erindi Þorsteins Hákonarsonar dags. 3. apríl. Í erindinu tíundar Þorsteinn leiðir til að auka atvinnu með síðar arðbærum fjárfestingum.

Hafna- og atvinnumálaráð þakkar erindið.

    Málsnúmer 2003054

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Leigusamningur Verbúðin patrekshöfn, FLAK ehf.

    Lagður fram tölvupóstur frá FLAK ehf. dags. 6. apríl. Í erindinu er óskað eftir afslætti af umsömdum leigugreiðslum fyrir rými er fyrirtækið hefur á leigu hjá hafnasjóði Vesturbyggðar í Verbúðinni á Patreksfirði. Óskað er eftir afslætti af leigugreiðslum sökum forsendubrests í rekstri, en fyrirséð er að fjöldi erlendra ferðamanna verður ekki sá sami og áætlað var.

    Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir ekki afslátt af leigugreiðslum en býður leigjanda að fresta leigugreiðslum fram til september loka.

      Málsnúmer 2004031

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Landfylling Bíldudal.

      Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 26. mars. Í erindinu er kynnt tillaga Vegagerðarinnar um landfyllingu á Bíldudal sem ein af þeim framkvæmdum sem Alþingi hefur samþykkt sem hluta af aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

      Á Bíldudal hafa tvær landfyllingar nú þegar verið deiliskipulagðar, annars vegar framlenging á fyllingu við lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins og svo hins vegar landfylling við Banahlein.

      Hafna- og atvinnumálaráð fagnar framlagi ríkisstjórnarinnar í verkefnið og samþykkir að farið verði í landfyllingu í framhaldi af lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins. Hafnarstjóra falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar.

        Málsnúmer 2004033 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

        Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði, dagsett 20. apríl 2020. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri 928 m2 lóð undir meltugeyma. Gert er ráð fyrir þremur tönkum með möguleika á þeim fjórða.

        Hafna- og atvinnumálaráð mælist til að bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykki framkomna tillögu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Hafna- og atvinnumálaráð afturkallar þá samþykki fyrir útleigu á lóð til handa Arctic Protein ehf. sem samþykkt var á 14. fundi ráðsins þann 18.nóvember 2019.

          Málsnúmer 2002197 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Orkuskipti í höfnum

          Erindi frá Hafnarsambandi Íslands, sent að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 7. apríl. Í erindinu er óskað upplýsinga um framkvæmdaverkefni á sviði orkuskipta sem fyrirhuguð eru á árinu 2020 og geta fallið undir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirunnar ásamt kostnaðarmati. Þá er óskað upplýsinga um áætlanir um framkvæmdir vegna orkuskipta til næstu 5 ára, 2021-2025, sundurliðað eftir árum auk kostnaðarmats.

          Hafna- og atvinnumálaráð felur Hafnarstjóra að svara erindinu.

            Málsnúmer 2004013

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Aðstaða fyrir farþegabát við flotbryggju á Bíldudal

            Erindi frá Eaglefjord ehf varðandi aðstöðu fyrir farþegabát við Bíldudalshöfn. Erindinu var frestað á 10. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og frekari gagna óskað. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu húss, bryggju og annars búnaðar. Einnig fylgir með lýsing á framkvæmdinni. Samkvæmt áætluninni fer smíði á bryggjunni og annar undirbúningur fram 2020 og áætlað að hefja notkun á henni 2021.

            Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin með sömu formerkjum og áður. Framkvæmdin skal vera að fullu afturkræf og unnin á kostnað og ábyrgð framkvæmdaraðila í samráði við hafnaryfirvöld. Ef framkvæmdum verður ekki lokið fyrir lok árs 2021 fellur samþykki hafna- og atvinnumálaráðs úr gildi.

              Málsnúmer 2004077

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Mál til kynningar

              7. Upplýsingagjöf Hafnarstjóra

              Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir, áhrif kórónaveirufaraldursins á hafnasjóð o.fl.

                Málsnúmer 2004034 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Aðgerðir sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir atvinnulíf vegna samdráttar í kjölfar COVID-19

                Lagt fram til kynningar skjal um stöðu verkefna í aðgerðapakka sveitarfélaga um viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum dags. 31. mars.

                  Málsnúmer 2003042 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Fundargerð 56. fundar stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

                  Lögð fram til kynningar fundargerð frá 56. fundi stjórnar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

                  Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að fram séu komin drög hjá stjórn samtaka sjávarútvegssveitarfélaga að samræmdum viðmiðum varðandi gjaldtöku í höfnum vegna fiskeldis.

                    Málsnúmer 2003028 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Nr. 421 fundargerð stjórnar, nr. 22 fundur Siglingaráðs

                    Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 421. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands og 22. fundi Siglingaráðs.

                      Málsnúmer 2003053

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:02