Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #21

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. júlí 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) ritari
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Valdimar B. Ottósson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn mál

1. Stuðningur við Sjávarútvegsskóla unga fólksins.

Erindi frá Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri, dags. 10. júlí. Í erindinu er óskað eftir fjárstuðningi við Sjávarútvegsskóla unga fólksins í Vesturbyggð sem áætlað er að halda vikuna 20-24. júlí. Þetta er verkefni sem hefur verið rekið á Austurlandi og á Norðurlandi frá árinu 2013 og er samstarf vinnuskóla byggðarlaga, sjávarútvegssfyrirtækja og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Í skólanum fá starfsmenn vinnuskólans á aldrinum 14-17 ára fræðslu um fiskeldi og tengdar greinar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskóla unga fólksins í Vesturbyggð um 100.000.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 74. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2020. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en Olíudreifing gerði athugasemd við tillöguna og benti á reglugerð 188/1990 um eldfima vökva og fjarlægðamörk sem þar gilda sem og afgreiðslulagnir félagsins er liggja um lóðina. Skilmálum þess efnis var bætt við tillöguna. Svæðið er eingöngu ætlað undir meltutanka.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsókn um byggingarleyfi - utanhússklæðning.

Erindi frá íslenska Kalkþörungafélaginu dags. 29. maí. Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 74. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingum og endurbótum á iðnaðarhúsi er stendur á Strandgötu 2, matshl 05. Á 35. fundi skipulags- og umhverfisráðs samþykkti ráðið niðurrif á húsinu.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir byggingaráformin og breytt áform varðandi niðurrif.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Kynning á langtímaáformum Arnarlax hf.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir fulltrúar í bæjarráði Vesturbyggðar komu inn á fundinn.

Björn Hembre forstjóri Arnarlax hf. kom inn á fundinn og kynnti langtímaáform fyrirtækisins.

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir véku af fundi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Tillaga að eldissvæðum vegna fiskeldis í Arnarfirði - kynningatími 7 ágúst 2020

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 3. júlí. Í erindinu er vakin athygli á að kynning á tillögu Hafrannsóknastofnunar að afmörkun eldissvæða fyrir fiskeldi í sjó stendur yfir hjá Skipulagsstofnun til 7. ágúst næstkomandi. Ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um eldissvæði er forsenda þess að sjávarútvegsráðherra geti úthlutað svæðum til fiskeldis í sjó.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Straumnes - Kaldbakshús

Lagt fram til kynningar minnisblað Verkís, dags. 28. maí 2020 varðandi niðurrif á Straumnes húsinu, Patreksfirði. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:07