Fundur haldinn í fjarfundi, 11. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Hafnarteigur 4. Umsókn um stöðuleyfi.
Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu dags. 8. febrúar 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum á lóð félagsins við Hafnarteig 4. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu gámanna.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 1 árs.
2. Hafnarbraut 2. Umsókn um stöðuleyfi.
Erindi frá Arnarlax hf. dags. 4. febrúar 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta skrifstofugámum á bílastæði ofan við skrifstofur fyrirtækisins að Hafnarbraut 2, Bíldudal. Gámarnir eru ætlaðir undir aðstöðu fyrir stjórnstöð fóðrunar fyrirtækisins á meðan á framkvæmdum stendur innanhúss að Hafnarbraut 2. Áætlað er að gámarnir standi til 10. maí 2021.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis fyrir gámana til 10. maí 2021.
3. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.
Farið yfir fyrirhugað auglýsingaferli á Verbúðinni, Patrekshöfn. Hafnarstjóra falið að undirbúa auglýsingu hússins.
4. Vesturbyggð - Þjóðskógar
Mál til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35