Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #28

Fundur haldinn í fjarfundi, 11. febrúar 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Hafnarteigur 4. Umsókn um stöðuleyfi.

Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu dags. 8. febrúar 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir þremur 40 feta gámum á lóð félagsins við Hafnarteig 4. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu gámanna.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 1 árs.

    Málsnúmer 2102031

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Hafnarbraut 2. Umsókn um stöðuleyfi.

    Erindi frá Arnarlax hf. dags. 4. febrúar 2021. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta skrifstofugámum á bílastæði ofan við skrifstofur fyrirtækisins að Hafnarbraut 2, Bíldudal. Gámarnir eru ætlaðir undir aðstöðu fyrir stjórnstöð fóðrunar fyrirtækisins á meðan á framkvæmdum stendur innanhúss að Hafnarbraut 2. Áætlað er að gámarnir standi til 10. maí 2021.

    Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis fyrir gámana til 10. maí 2021.

      Málsnúmer 2102018

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

      Farið yfir fyrirhugað auglýsingaferli á Verbúðinni, Patrekshöfn. Hafnarstjóra falið að undirbúa auglýsingu hússins.

        Málsnúmer 2102030 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Vesturbyggð - Þjóðskógar

        Staða þjóðskógaverkefnisins kynnt. Mikill gangur er í þeirri vinnu.

          Málsnúmer 2008010 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Straumnes - Kaldbakshús

          Rætt um framtíðarnotkun svæðisins undir og við Straumnes á Patreksfirði.

            Málsnúmer 2005005 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Mál til kynningar

            6. Fundargerð 431 - Hafnarsamband Íslands

            Lögð fram til kynningar fundargerð frá 431. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

              Málsnúmer 2101062

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35