Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #33

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. október 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2022-2025

Farið yfir áherslur og tillögur hafna- og atvinnumálaráðs til fjárhagsáætlunar 2022.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brjánslækjarhöfn 2022 - framkvæmdir

Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdir hafnasjóðs Vesturbyggðar við Brjánslækjarhöfn sem fyrirhugaðar eru 2022. Árið 2022 á að reisa fyrirstöðugarð innan til við núverandi aðstöðu á Brjánslæk og setja upp fingurbryggju, samhliða því verður trébryggjan tekin niður.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar, breytingin tekur til nýrrar landfyllingar. Byggingarlóðirnar eru samtals 5 talsins og eru á bilinu 800-1600 m2, lóðirnar bera heitið Strandgata 14A - Strandgata 14E. Þá er gert ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að útisvæði Íslenska Kalkþörungafélagsins sem einnig nýtist sem aðkoma að hinum lóðunum. Á svæðinu er um 2.200 m2 geymslusvæði áætlað.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Fyrirspurn vegna Norwegian Gannet

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Bæjarstjóra Vesturbyggðar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 14.10.2021 þar sem settar eru fram spurningar varðandi sláturskipið Norwegian Gannet sem var hér á svæðinu á vegum Arctic Fish ehf. og slátraði laxi og flutti beint út til Danmerkur frá eldiskvíum fyrirtækisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Tillaga að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. Arnarfirði auglýst

Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfisstofnun dags. 11. október 2021 þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi auglýst tillögu að starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Arnarfirði. Um er að ræða sjókvíaeldi með allt að 4.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma.

Hafna- og atvinnumálaráð gerir athugasemd við tillögu að starfsleyfi og leggur til að bundið verði í starfsleyfið að eldisafurðir sem verði til í Arnarfirði verði unnar í landi innan fjórðungsins. Í kafla 3.10 Mannaflaþörf og uppbygging þjónustu í matsskýrslu um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði dags. 23. júlí 2018, uppfærð 15. mars 2019 kemur fram að 10-15 störf skapist við vinnslu og pökkun á framleiðslunni. Að mati ráðsins er því eðlilegt að tilgreint sé í starfsleyfinu hvernig uppfylltar verði forsendur matsskýslunnar um mannaflaþörf og uppbyggingu þjónustu. Að öðrum kosti má leiða líkur að því að ef framleiðslan er flutt beint út án frekar vinnslu í fjórðungnum þá muni fyrrgreind störf hverfa og forsendur matsskýrslunnar því brostnar.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

6. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 12.10.2021 er varðar skiptingu almenns byggðakvóta á byggðarlög fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 en reiknað er með að þeirri vinnu ljúki á næstu 2 vikum og að óbreyttu verður sveitarfélögum tilkynnt um úthlutun um næstu mánaðarmót.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

7. Fundargerð 436 - Hafnasambands íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 436. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fundargerð 437 stjórnar Hafnasambands Íslands

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 437. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40