Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022

Málsnúmer 2110045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. október 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 12.10.2021 er varðar skiptingu almenns byggðakvóta á byggðarlög fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 en reiknað er með að þeirri vinnu ljúki á næstu 2 vikum og að óbreyttu verður sveitarfélögum tilkynnt um úthlutun um næstu mánaðarmót.


  • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga 2021_2022.pdf
  • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa 2021_2022.pdf
  • Reglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020_2021 - Vesturbyggð.pdf
  • 2021-12-22_10-15-23_SO.pdf
  • B_nr_271_2021_med_breytingum.pdf
  • Leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta 21122021.pdf
  • Opið bréf vegna úthlutun byggðakvóta.pdf



17. janúar 2022 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Einnig lagt fram bréf útgerðaraðila smábáta í Brjánslækjarhöfn dags. 17. janúar 2022, þar sem hafna- og atvinnumálaráð er hvatt til að falla frá vinnsluskyldu á lönduðum afla í Brjánslækjarhöfn.

Formaður leggur til eftirfarandi tillögur að sérreglum varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð samkvæmt reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

Tillaga formanns er samþykkt með 4 atkvæðum, 1 greiddi atkvæði á móti.

Bæjarstjóri vék af fundi.


  • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga 2021_2022.pdf
  • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa 2021_2022.pdf
  • Reglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020_2021 - Vesturbyggð.pdf
  • 2021-12-22_10-15-23_SO.pdf
  • B_nr_271_2021_med_breytingum.pdf
  • Leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta 21122021.pdf
  • Opið bréf vegna úthlutun byggðakvóta.pdf



19. janúar 2022 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Einnig lagt fram bréf útgerðaraðila smábáta í Brjánslækjarhöfn dags. 17. janúar 2022, þar sem hafna- og atvinnumálaráð er hvatt til að falla frá vinnsluskyldu á lönduðum afla í Brjánslækjarhöfn.

Gögnin voru tekin fyrir á 36. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 17. janúar sl. og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022, þó með sambærilegum sérreglum og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2020/2021.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð samkvæmt reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022 verði svohljóðandi:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

Til máls tóku: Forseti, ÁS, MJ, RH, FM og JÁ.

Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða.


  • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga 2021_2022.pdf
  • Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa 2021_2022.pdf
  • Reglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020_2021 - Vesturbyggð.pdf
  • 2021-12-22_10-15-23_SO.pdf
  • B_nr_271_2021_med_breytingum.pdf
  • Leiðbeiningar um sérreglur byggðakvóta 21122021.pdf
  • Opið bréf vegna úthlutun byggðakvóta.pdf




Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun