Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #37

Fundur haldinn í fjarfundi, 14. febrúar 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Umsagnarbeiðni - Notkun ásætuvarna í Patreks- og Tálknafirði

Eva Dögg Jóhannsdóttir kom inn á fundinn og fór yfir matsskyldufyrirspurn Arctic Sea Farm með hafna- og atvinnumálaráði.
Valdimar Bernódus Ottósson vék af fundi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20. janúar 2022 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar um matsskyldufyrirspurn vegna noktunar umhverfisvænna ásætuvarna Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði. Óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Eva Dögg Jóhannsdóttir vék af fundi.

Hafna- og atvinnumálaráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrirhugðum áformum og umhverfisáhrifum þeirra. Miðað við fyrirliggjandi gögn, mælingar og fyrri úrskurð Skipulagsstofnunar í sambærilegu máli telur Hafna- og atvinnumálaráð að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Hafnar- og atvinnumálaráð vill benda á að framkvæmdin er háð starfsleyfi frá Umhverfisstofnun samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Valdimar Bernódus Ottósson kom aftur inn á fundinn.

    Málsnúmer 2201038

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

    Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, uppdráttur og greinargerð dagsett í janúar 2022.

    Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um athafnasvæði hafnarinnar og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni.

    Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 92. fundi sínum að í 3.mgr 5. kafla bls 13 í greinagerð um einbýlishús verði texta skipt út fyrir eftirfarandi: Sunnan við hjallinn er lítið einbýlishús sem er víkjandi á svæðinu. Á uppdrætti verði hús merkt sem víkjandi. Þá lagði skipulags- og umhverfisráð til á sama fundi að tillagan yrði samþykkt.

    Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að afstaða flotbryggju verði snúið um 90° í takt við óskir smábátasjómanna á Brjánslæk. Þá leggur ráðið til að við svæði þar sem núverandi trébryggja stendur og út að nýjum grjótgarði verði trébryggja á skipulaginu.

    Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 2111029 9

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fyrirspurn varðandi þjónustu um helgar.

      Erindi frá Grími Grétarssyni f.h. grásleppusjómanna á Patreksfirði, dags. 11.febrúar 2022 . Í erindinu er vakin athygli á fjölgun og nýliðun báta sem stunda grásleppuveiðar frá Patreksfirði og jafnframt óskað eftir því að settur verði á löndunargluggi um helgar þar sem ekki verði rukkað útkall á löndunaraðila.

      Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að settur verði til prufu löndunargluggi á sunnudagsmorgnum á höfnum Vesturbyggðar á tímabilinu apríl og út ágúst 2022. Ekki verði rukkað sérstakt útkallsgjald á þessum tíma, tíminn skal vera frá 08:00-12:00 og þurfa bátar að vera komnir í land fyrir 11:30 ætli þeir sér að ná glugganum. Hafnarstjóra falið að útfæra frekar og koma í framkvæmd.

        Málsnúmer 2202026

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Ósk um meðmæli til hafnsögumanns.

        Erindi frá Jóni Þórðarssyni, dags. 22.01.22 . Í erindinu er óskað meðmæla vegna endurnýjunar á skírteini hafnsögumanns.

        Hafna- og atvinnumálaráð mælir með endurnýjun hafnsöguskírteinis Jóns Þórðarsonar kt. 180856-3239, Gilsbakka 8, 465 Bíldudal, fyrir hafnir Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 2201044

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Mál til kynningar

          5. Fjarvigtun Brjánslæk - fyrirspurn.

          Lagt fram til kynningar erindi hafnarstjóra varðandi heimild til fjarvigtunar á Brjánslæk.

            Málsnúmer 2202009 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

            Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Brjánslækjarhöfn dags. 1. febrúar 2022.

            Skipulagsstofnun metur sem svo að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

            Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til
            úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 7. mars 2022.

              Málsnúmer 2111037 7

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til kynningar

              7. Fundargerð 441 Hafnasambands Íslands

              Lögð fram til kynningar fundargerð frá 441. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                Málsnúmer 2202013

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:21