Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #40

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. júlí 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Ein athugasemd barst frá Rækjuveri á auglýsingatíma og fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni en tillagan var send til umsagnar til Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs á 96. fundi sínum og bókaði eftirfarandi um málið:

Í athugasemd Rækjuvers ehf. er farið fram á að Vesturbyggð felli niður tillögu um lóðirnar Strandgötu 14A og 14B, og ennfremur tillögu um stækkun lóðarinnar Strandgötu 10-12 í átt að verksmiðjuhúsi Rækjuvers og að lóðarmörkum Strandgötu 14A. Ennfremur verði fallið frá götulagningu nánast upp að vegg verksmiðjuhúss Rækjuvers sjávarmegin.
Farið er fram á, að sjávarmegin við verksmiðjuhúsið verði a.m.k. 15-20 m. breitt athafnasvæði.

Í skipulaginu er ekki verið að stækka lóðina að Strandgötu 10-12 í átt að Rækjuver heldur er verið að minnka lóðina í átt að Rækjuveri og stofna tvær nýjar lóðir, Strandgötu 14A og 14B á því svæði sem áður tilheyrði Strandgötu 10-12. Lóðarmörk húss Rækjuvers ehf. sjávarmegin að Strandgötu eru við vegg hússins. Ráðið getur ekki fallist á að útbúa plan á svæðinu í stað byggingalóða en á landfyllingunni skapast hinsvegar tæplega 2200m2 plan/geymslusvæði.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt.
Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs. Hafna- og atvinnumálaráð getur ekki séð að skipulagning nýrra iðnaðarlóða í grennd við Rækjuver ehf. hafi nokkur áhrif á starfsemi Rækjuvers ehf. Ekki eru áformaðar breytingar á vegi sem liggur neðan við Rækjuver.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 2104031 9

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

    Erindi vísað til ráðsins frá 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

    Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 28. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en fyrir liggur umsögn frá Minjastofnun Íslands en tillagan var send til umsagnar til Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

    Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að lóðin að Bjarkargötu 9 yrði felld út af skipulaginu, með það í huga að sú lóð verði nýtt undir lítið fjölbýli, að öðru leyti lagði ráðið til að tillagan yrði samþykkt.

    Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Málsnúmer 2204024 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

      Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun með tölvupósti dagsettum 15. júní 2022 þar sem tilkynnt er um að hafin er kynning á Strandsvæðaskipulagi Vestfjarða. Kynningin og umsagnartímabil mun standa til 15. september nk.

      Málinu var vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 96. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

      Samþykkt samhljóða að fresta málinu til næsta fundar ráðsins, hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með bókun skipulags- og umhverfisráðs frá 96. fundi ráðsins þar sem óskað var eftir að haldinn yrði fundur með fulltrúa sunnanverðra vestfjarða í svæðisráðinu.

        Málsnúmer 2203081 12

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Endurskoðun samgönguáætlunar

        Hafna- og atvinnumálaráð fór yfir tillögur og forgangsröðun verkefna vegna samgönguáætlunar 2022-2029.

          Málsnúmer 2202005 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Boðun á Hafnasambandsþing 2022, Ólafsvík.

          Lagt fram til kynningar boð Hafnasambands Íslands á 43. hafnasambandsþing sem verður haldið í Ólafsvík 27.-28. október 2022.

            Málsnúmer 2207020

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Mál til kynningar

            6. Reglur um styrki vegna fordæmisgefandi dómsmála - Hafnasamband íslands

            Lagt fram til kynningar erindi frá Hafnasambandi Íslands, dags. 28.júní 2022 þar sem kynntar eru reglur um styrki vegna fordæmisgefandi dómsmála er varða hafnarrekstur.

              Málsnúmer 2206044

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til kynningar

              7. Fundargerð nr 443 - Hafnasambands Íslands

              Lögð fram til kynningar fundargerð frá 443. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                Málsnúmer 2204030

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Fundargerð 444 - stjórnar Hafnasambands Íslands

                Lögð fram til kynningar fundargerð frá 444. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                  Málsnúmer 2206043

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40