Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #49

Fundur haldinn í fjarfundi, 9. maí 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu.

Erindi frá Arnarlax hf. dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal. Erindinu var frestað á 47. fundi ráðsins þann 8.mars s.l og hafnarstjóra falið að ræða við Arnarlax um útfærslu húss og framtíðarskipulag um notkun lóðar.

Hafnarstjóri fundaði með forsvarsmönnum Arnarlax þann 26. apríl s.l. þar sem farið var yfir áform Arnarlax, í kjölfar fundarins sendi Arnarlax inn minnisblað sem skýrir frá aðstæðum og þörfum félagsins.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leigja út lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal til Arnarlax. Þá samþykkir ráðið að farið verði í sameiningu lóðanna með tilheyrandi breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Olíudreifing Patrekshöfn - umsókn um stækkun lóðar.

Erindi frá Olíudreifingu dags. 26.04.2023. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar sem félagið hefur við Patrekshöfn, L140240. Umbeðin stækkun nemur 731 m2, á stækkunarsvæðinu áformar félagið að koma fyrir tveimur heygðum geymum, hvorum um sig 100-250m3. Geymarnir eiga að anna framtíðareftirspurn eftir sjálfbæru eldsneyti, eins og t.d. metanóli.

Erindinu fylgir afstöðu- og grunnmynd.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í erindið og áform félagsins um uppbyggingu á aðstöðu fyrir endurnýjanlega orkugjafa en frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að skoða öryggis- og umhverfismál á svæðinu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði

Lögð fram til kynningar drög að breytingu á deiliskipulagi Patrekshafnar. Breytingin felur í sér skipulagningu byggingalóða við Þórsgötu neðan Mýra.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

4. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 452. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50