Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #54

Fundur haldinn í fjarfundi, 9. nóvember 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

Lögð fram drög að gjaldskrá Hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2024.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði

Þann 17. apríl 2019 samþykkti Hafna- og atvinnumálaráð að úthluta Odda hf. byggingarlóðinni á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar. Á fundi ráðsins þann 2. desember 2020 var framlenging úthlutuninnar samþykkt.

Ekki hefur verið framvinda á uppbyggingu á lóðinni. Lóðin er ætluð undir hafnsækna starfsemi.

Hafna- og atvinnumálaráð felur Hafnarstjóra að afturkalla úthlutunina og endurauglýsa byggingarlóðina.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Verbúðin - útleiga.

Farið yfir leigumál í Verbúðinni.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 111. fundi sínum þann 8. nóvember að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu:
Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8.
Strandgata 14A verðir Strandgata 10.
Strandgata 14B verði Strandgata 12.
Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B.

Þá lagði ráðið til við Hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkt tillögur skipulags- og umhverfisráðs varðandi breytingar á skipulaginu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi

Lagður fram tölvupóstur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi mál nr.
216/2023, "Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á
atvinnusvæðum á Íslandi" dags. 1. nóvember 2023. í tölvupóstinum er óskað umsagnar.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við
umræður á fundinum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

6. Lúsameðhöndlun hjá Arctic Fish í Arnarfirði

Lagður fram tölvupóstur frá Elvari Steini Traustasyni, f.h. Arctic Sea Farm, dags. 25. október 2023, þar sem tilkynnt er um meðhöndlun gegn fiski- og laxalús í Arnarfirði. Áætlaður meðhöndlunartími var frá 26. október 2023 þar til meðhöndlun er lokið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

7. Fundargerð 457. fundar stjórnar Hafnasambands íslands

Lögð fram fundargerð 457. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50