Hoppa yfir valmynd

Verbúðin - útleiga.

Málsnúmer 2001008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. febrúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnastjóri fór yfir stöðu leigumála í Verbúðinni.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.




13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi Einars Ó. Sigurðssonar dags. 13. janúar 2020. Í erindinu eru kynntar hugmyndir um rekstur í verbúðinni, Patrekshöfn. Hugmyndirnar höfðu áður verið kynntar fyrir bæjarstjóra, hafnarstjóra og formanni hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur vel í hugmyndirnar og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.




16. október 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri upplýsti um þær breytingar sem eru á nýtingu Verbúðarinnar við Patrekshöfn. Skriða bókaútgáfa hefur nú leigt hluta af neðstu hæð hússins fyrir prentsmiðju, þann part sem var undir „Karlar í skúrum“. Þau tæki sem fylgdu „Körlum í skúrum“ voru færð í rýmið við hliðina á og verið er að skoða leiðir til að halda verkefninu „Karlar í skúrum“ áfram, en upphaflega var það verkefni á vegum Rauða Krossins. Þá er stefnt að því að útbúa votrými fyrir rannsóknir samhliða rekstri Vatneyrarbúðar sem einnig yrði staðsett á 1. hæðinni.Bæjarstjóri Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir þessum lið.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að meira líf sé að bætast við húsnæðið, en leggur áherslu á að öflug menningarstarfsemi verði til staðar í því húsnæði sem hefur verið leigt undir veitinga- og menningarrekstur frá árinu 2018. Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að vinna áfram að þeim verkefnum sem rædd voru á fundinum.




9. nóvember 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Farið yfir leigumál í Verbúðinni.