Málsnúmer 2001008
17. febrúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð
Hafnastjóri fór yfir stöðu leigumála í Verbúðinni.
Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð
Lagt fram erindi Einars Ó. Sigurðssonar dags. 13. janúar 2020. Í erindinu eru kynntar hugmyndir um rekstur í verbúðinni, Patrekshöfn. Hugmyndirnar höfðu áður verið kynntar fyrir bæjarstjóra, hafnarstjóra og formanni hafna- og atvinnumálaráðs.
Hafna- og atvinnumálaráð tekur vel í hugmyndirnar og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.