Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 23. september 2014 og hófst hann kl. 17:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Kosning formanns og varaformanns
Hafþór Gylfi Jónsson kosinn formaður og Páll Ágúst Ágústsson kosinn varaformaður. Ákveðið að fundir hafnarstjórnar verði í 4. viku hvers mánaðar.
2. Fiskistofa endurvigtunarleyfi fyrir Fiskmarkað Pf.
Lagt fram bréf frá FIskistofu vegna endurvigtunarleyfi fyrir Fiskmarkað Patreksfjarðar. Hafnstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.
4. Fjárhagsáætlun 2015
5. Niðurfelling gjalda vegna Sæbjargar BA
Lagt fram bréf frá Eggerti Björnssyni fh. Félags áhugamanna um Bátasafns Breiðafjarðar þar sem sótt er um áframhaldandi niðurfellingu hafnargjöldum Sæbjargar BA . Eigendur stefna að uppgerð bátsins. Hafnarstjórn hefur áður fellt niður hafnargjöld á bátnum vegna þessa verkefnis. Hafnarstjórn samþykkir erindið og kallar eftir tímasetningu á lúkningu endurbyggingar Sæbjargar BA.
6. Umgengnismál olíufélaga við hafnir Vesturbyggðar
Rætt um umgengnismál í kringum sjálfsafgreiðslustöðvar við flotbryggjur í Vesturbyggð.
Hafnarstjórn óskar eftir tímasettri áætlun frá olíufélögunum vegna úrbóta á olíuafgreiðslum á Bíldudal.
Forstöðumanni Tæknideildar falið að senda bréf til viðkomandi aðila.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00
Valgeir Davíðsson, aldursforseti, setti fundinn og gerði það að tillögu sinni að Hafþór G. Jónson yrði kosinn formaður.