Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #137

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. febrúar 2015 og hófst hann kl. 14:00

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Gísli Ægir Ágústsson og Elfar Steinn Karlsson voru í síma.

Almenn erindi

1. Breyting á gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar

Rætt um breytingar á gjaldskrá Hafna Vesturbyggðar frá síðasta fundi hafnarstjórnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Strandsiglingar skv. meðfylgjandi minnisblaði.

Lagt fram minnisblað frá ATVEST vegna strandsiglinga sem þegar hefur verið rætt í bæjarstjórn og atvinnuvegaráði.
Hafnarstjóri hafði samband við skipafélögin Eimskip og Samskip í lok maí vegna strandsiglinga og ítrekaði þá beiðni á haustdögum varðandi hvort raunhæfur áhugi sér fyrir hendi. Bæði hefur verið fundað með Samskipum og Eimskipum vegna þessa máls.

Hafnarstjórn hefur nú þegar óskað eftir nánari greiningu á magni frá ATVEST vegna flutninga til og frá svæðinu þannig að hægt sé að taka ákvörðun um frekari aðgerðir. Eins hefur verið óskað eftir því frá Vegagerðinni að skoða ýtarlega hvaða framkvæmdir þarf að fara í til þess að hægt sé að taka á móti flutningaskipum í Vesturbyggð.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. SASV Patrekshöfn vegna áætlunarsiglingar

Lagt fram bréf frá Samtökum atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem óskað er eftir því að hafnarstjórn láti vinna úttekt á nauðsynlegum framkvæmdum við Patrekshöfn þannig að gera með hana nothæfa til móttöku strandferðaskipa í reglulegum áætlunarsiglingum.
Nú þegar hefur hafnarstjórn óskað eftir þessari úttekt frá Vegagerðinni.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Hafnarsamband Ísl. val á merki fyrir sambandið.

Lögð fram tillaga að nýju merki Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Framkvæmdir 2015

Rætt um framkvæmdir 2015.
Flotbryggja á Patreksfirði og uppgröftur úr Vatnskrók.
Sjóvarnir á Patreksfirði.
Lenging á flotbryggju á Bíldudal.
Undirbúningur og forkönnun á bættri aðstöðu við Brjánslækjarhöfn (Flókahöfn).
Forstöðumanni tæknideildar falið að undirbúa málið og fylgja þeim eftir.

Rætt um gámasvæði við Brjánslækjarhöfn.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Önnur mál

Rætt um flotbryggju á Brjánslæk.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

4. Hafnarsamband Ísl. fundargerð stjórnar nr. 371

Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 371 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Hafnarsamband Íslands fundargerð stjórnar nr.370

Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 370 lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Hafnarsamband Ísl. fundargerð stjórnar nr.369

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar nr. 369.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

8. Hafnarsamband Ísl.könnun vegna samvinna-sameining hafnarsjóða

Lagður fram tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands um könnun vegna samvinnu og sameiningar hafnarsjóða í landinu. Hafnarstjóri sá um að taka könnunina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Hafnarsamnand Ísl. ársreikningur 2014

Ársreikningur Hafnarsambands Íslands lagður fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00