Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. maí 2015 og hófst hann kl. 08:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1
Lögð fram til umsagnar umsókn Arnarlax hf. um lóð að Hafnarteig 1, Bíldudal.
Hafnarstjórn Vesturbyggðar leggur til við skipulags- og umhverfisráð að umsókninni verði hafnað og lóðin tekin af skipulagi. Umsvif eru að aukast á og við hafnarsvæði á Bíldudal og lítið athafnasvæði er fyrir starfsemi hafnarinnar og nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og huga að þörfum hafnarsjóðs á svæðinu.
2. Lóðarumsókn - Hafnarteigur 1 - ÍsKalk
Lögð fram til umsagnar umsókn Íslenska Kalkþörungafélagsins um lóð að Hafnarteig 1, Bíldudal.
Hafnarstjórn Vesturbyggðar leggur til við skipulags- og umhverfisráð að umsókninni verði hafnað og lóðin tekin af skipulagi. Umsvif eru að aukast á og við hafnarsvæði á Bíldudal og lítið athafnasvæði er fyrir starfsemi hafnarinnar og nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og huga að þörfum hafnarsjóðs á svæðinu.
5. Framkvæmdir 2015
Farið yfir flotbryggjuframkvæmdir. Lögð fram tilboð frá Króla ehf og Esju-einingum.
Tilboð Króla hljóðar upp á: Patreksfjörður kr. 30.852.033,-
Bíldudalur kr. 7.466.866,-
Samþykkt að taka tilboði frá Króla ehf. Framkvæmdir munu hefjast í júlí. Forstöðumanni tæknideildar falið að fylgja málinu eftir.
Farið yfir verð og tillögur að dýpkun í Patrekshöfn. Forstöðumanni Tæknideildar falið að ræða við Hagtak og Björgun vegna dýpkunar. Miðað við 4400 rúmmetrar. Ákvörðun frestað til næsta fundar þegar verð liggja fyrir.
Rætt um lóðamál við Brjánslækjarhöfn og umgengni við hafnarsvæði. Hafnarstjóra og forstöðumanni tæknideildar falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.
Til kynningar
3. Hafnarsamband Ísl. Efni:Aflagjald af sjóeldisfiski svar við erindi Vb
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00