Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #147

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. nóvember 2016 og hófst hann kl. 10:00

Fundargerð ritaði
  • Friðbjörg Matthíasdóttir hafnarstjóri

Almenn erindi

1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjaldhús

Mættur til viðræðna við hafnarstjórn Víkingur Gunnarsson, framkv.stj. Arnarlax hf um geymsluaðstöðu við Bíldudalshöfn, núverandi rekstur og framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins á svæðinu.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2017.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun hafna Vesturbyggðar fyrir árið 2017 ásamt gjaldskrám og fylgigögnum.
Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlunina og gjaldskránna.

Málsnúmer15

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

3. Hafnarsamband Ísl. ályktun hafnarsambandsþings 13-14.okt.2016 varðar úreldingarsjóð hafnarmannvirkja og (drauga)skipa

Lagt fram tölvubréf dags. 16. nóv. sl. frá Hafnasambandi Íslands með beiðni um upplýsingar um fjölda skipa sem voru í hirðuleysi 2015 og 2016 í höfnum Vesturbyggðar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara könnun Hafnasambandsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15