Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. nóvember 2016 og hófst hann kl. 10:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir hafnarstjóri
Almenn erindi
1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjaldhús
Mættur til viðræðna við hafnarstjórn Víkingur Gunnarsson, framkv.stj. Arnarlax hf um geymsluaðstöðu við Bíldudalshöfn, núverandi rekstur og framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins á svæðinu.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum frá fyrirtækinu.
Til kynningar
3. Hafnarsamband Ísl. ályktun hafnarsambandsþings 13-14.okt.2016 varðar úreldingarsjóð hafnarmannvirkja og (drauga)skipa
Lagt fram tölvubréf dags. 16. nóv. sl. frá Hafnasambandi Íslands með beiðni um upplýsingar um fjölda skipa sem voru í hirðuleysi 2015 og 2016 í höfnum Vesturbyggðar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara könnun Hafnasambandsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15