Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir hafnarstjóri
Almenn erindi
2. Olís - Olíudæla við Bíldudalshöfn.
Erindi frá Olís þar sem óskað er eftir að fá að setja upp dælu með sjálfssala fyrir litaða díselolíu á flotbryggjunni á Bíldudal. Dæla á plani verður fjarðlægð og núverandi tankur verður notaður áfram fyrir nýju dæluna. Hafnarstjórn samþykkir erindið og beinir því til umsækjanda að vera í samráði við forstöðumann tæknideildar Vesturbyggðar um nánari staðsetningu og útfærslu.
3. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu
Umsókn frá Hagvon ehf. um byggingar- og athafnalóð við Eyrargötu, erindi vísað frá skipulags- og umhverfisráði. Hafnarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisráði að forstöðumanni tæknideildar verði falið að láta fara fram grenndarkynningu vegna færslu á byggingarreit innan lóðarinnar.
4. Hafnarasmbandið varðar kynningu á starfsemi hafna.
Erindi frá hafnarsambandi Íslands vegna tilboðs um gerð kynningarefnis um hafnir í samstarfi við Hringbraut. Lagt fram til kynningar.
Til kynningar
6. Hafnarsamband Ísl. fyrirspurn um fjárhagsstöðu hafnasrsjóðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:12