Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #153

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. júní 2017 og hófst hann kl. 10:00

Fundargerð ritaði
  • Friðbjörg Matthíasdóttir Hafnarstjóri

Almenn erindi

1. Athugasemdir við ástand Brjánslækjarhafnar

Tekið fyrir erindi frá Halldóri Árnasyni með athugasemdum við ástand Brjánslækjarhafnar vegna smábátaaðstöðu. Hafnarstjórn þakkar góðar ábendingar og bendir á að nú þegar hefur ákveðnum hluta ábendinganna verið komið í farveg. Áfram er unnið að því að bæta aðstöðu eftir því sem komið er við.
Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur skilað tillögum til Vesturbyggðar um legu á nýjum varnargarði við Brjánslækjarhöfn og þær aðgerðir sem gerðar eru við höfnina eru nýttar í þágu þess verkefnis. Til að mynda var efni úr dýpkun hafnarinnar síðast liðið haust, sett inn fyrir höfnina á þann stað sem nýr garður mun rísa. Unnið er áfram að því að þrýsta á Vegagerðina til að koma verkefninu inn á áætlun.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ískalk umsókn um niðurrif og uppbyggingu húsa

Lögð fram umsókn frá Einari S. Ólafssyni, fyrir hönd Íslenska Kalkþörungafélagsins um niðurrif á húseign félagsins að Strandgötu 2 og byggingarleyfi á sömu lóð fyrir 730m2 iðnaðarhúsi. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Friðrik Ólafssyni dags. 25.04.2017 sem og samþykki Minjastofnunar fyrir niðurrifunum. Hafnarstjórn samþykkir niðurrif á húseigninni á Strandgötu 2, en óskar eftir frekar viðræðum við íslenska Kalkþörungafélagið um útfærslu á fyrirhugaðri byggingu félagsins á Strandgötu 2. Erindi vegna nýbyggingar á lóðinni frestað.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. ÍsKalk umsókn um löndunarlögn

Umsókn frá Einari S. Ólafssyni f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins um lagningu á löndunarlögn við utanverða stórskipahöfn á Bíldudal.
Hafnarstjórn samþykkir lagningu á löndunarlögn skv. fyrirliggjandi teikningu. Verkið skal vinna í samráði við hafnaryfirvöld.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. VP umsókn um leyfi til að steypa plan

Erindi frá Gunnari S. Eggertssyni f.h. Vélaverkstæðis Patreksfjarðar. Í erindinu er sótt um leyfi til að steypa u.þ.b. 500 m2 plan utan við aðstöðu fyrirtæksins á Vatneyri. Hafnarstjórn samþykkir erindið en vekur athygli á að engin lóð fylgir umræddu húsi og gæta verður að því að planið skarist ekki við veg sem liggur milli hússins og Orkubús skv. gildandi deiliskipulagi. Ennfremur vill hafnarstjórn minna á að ef Vesturbyggð þarf í framtíðinni að nýta lóðina vegna breytinga á skipulagi, þá fellur afnotarétturinn niður.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Hafnarsambandið fundargerð stjórnar nr.395

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Meint ábyrgð og greiðslufrestur reikninga skemmtiferðaskipa.

Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Strandgata 1. Viðbygging við Hafnarbraut.

Lögð fram til kynningar hugmynd að hleðsluramp við húsnæði Arnarlax við Strandgötu 1, Bíldudal. Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir fyrirtækisins um hleðslurampinn. Forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að lokaútfærslu á nýrri akstursleið inn á hafnarsvæðið í samráði við fyrirtækin á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45