Hoppa yfir valmynd

Vélsmiðja Patreksfjarðar - umsókn um leyfi til að steypa plan.

Málsnúmer 1706006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. júní 2017 – Skipulags og umhverfisráð

Gunnari S. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi frá Gunnari S. Eggertssyni f.h. Vélaverkstæðis Patreksfjarðar. Í erindinu er sótt um leyfi til að steypa u.þ.b. 500m2 plan utan við aðstöðu fyrirtækisins á Vatneyri.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vísar því áfram til Hafnarstjórnar Vesturbyggðar. Ráðið vekur þó athygli á því að engin lóð fylgir umræddu húsi og gæta verður þess að planið skarist ekki við veg sem liggur milli hússins og Orkubús skv. gildandi deiliskipulagi.




27. júní 2017 – Hafnarstjórn

Erindi frá Gunnari S. Eggertssyni f.h. Vélaverkstæðis Patreksfjarðar. Í erindinu er sótt um leyfi til að steypa u.þ.b. 500 m2 plan utan við aðstöðu fyrirtæksins á Vatneyri. Hafnarstjórn samþykkir erindið en vekur athygli á að engin lóð fylgir umræddu húsi og gæta verður að því að planið skarist ekki við veg sem liggur milli hússins og Orkubús skv. gildandi deiliskipulagi. Ennfremur vill hafnarstjórn minna á að ef Vesturbyggð þarf í framtíðinni að nýta lóðina vegna breytinga á skipulagi, þá fellur afnotarétturinn niður.