Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal

Málsnúmer 1203018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. júlí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Drög að deiliskipulagstillögu er varðar iðnaða- og hesthúsasvæði á Bíldudal tekin fyrir og rædd málinu frestað




11. maí 2012 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Vesturbyggð, lýsing á skipulagsverkefni og matslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna fyrirhugaðs iðnaðarsvæðis á Bíldudal. Skipulags -og byggingarnefnd samþykkir skipulagslýsinguna og matslýsinguna óbreyttar að undangengnu hættumati vegna ofanflóða.




25. júlí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag iðnaðar- og hesthúsasvæðis við Bíldudal

Tillagan var auglýst frá 22. apríl 2016 til 9. júní 2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Tillagan var send til umsagnar til eftirfarandi aðila:
- Veðurstofa Íslands
- Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða
- Minjastofnunar Íslands
- Umhverfisstofnun
- Vegagerðin
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni með tölvupósti, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og frá Minjastofnun. Veðurstofa og Umhverfisstofnun skiluðu ekki inn umsögnum. Umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Fyrir liggur fornleifaathugun og hættumat frá Veðurstofunni sem gert var fyrir viðkomandi svæði.

Uppdráttur og greinargerð voru lagfærð m.t.t. athugasemda Skipulagsstofnunar dagsett 24. júní 2016.

Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar:
1. Lóðanúmerum var bætt við á geymslu-, gámsvæði og á hesthúsalóðir. Bætt var við texta um fjölda lóða í kafla 1.2.
2. Gerð var grein fyrir núverandi byggingum í kafla 1.3 um staðhætti.
3. Bætt var við í kafla 1.6 um hættumat texta um kvaðir vegna ástreymisþrýsting sbr. reglugerð nr. 495/2007 um hættumat vegna ofanflóða.
4. Bætt var við kafla um umhverfisáhrif.
5. Felldur út texti í kafla 2.3 um að hægt sé að sækja um frávik hæða á byggingum.
6. Bætt var við hámarkshæð hesthúsa í kafla 2.4.
7. Bætt var við hámarkshæð girðinga í kafla 3.5.
8. Bætt við kafla 3.6 um gróður og manir.
9. Varðandi skilti og merkingar þá skal það koma fram á aðaluppdráttum.
10. Tilvísun í eldri byggingareglugerð löguð.
11. Umfjöllun um fornleifar löguð.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




12. apríl 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Bíldudal sem samanstendur af uppdrætti og greinargerð dagsett 11. apríl 2016.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Bíldudalsvegi til austurs, Hólsgili til vesturs og opnum svæðum til norðurs og suðurs. Stærð skipulagssvæðisins er 7,4 ha. Markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
1. Að svara eftirspurn eftir iðnaðarlóðum á Bíldudal
2. Ráðgert er að færa steypistöð sem staðsett er á hafnarsvæðinu á Bíldudal og skilgreina lóð fyrir hana í nýju deiliskipulagi.
3. Að festa í sessi geymslusvæði og gámaplan.
4. Að fjölga lóðum fyrir hesthús á svæðinu.
Fyrir liggur fornleifaathugun af svæðinu sem unnin var af Náttúrustofu Vestfjarða og lagt er fram minnisblað þess efnis dagsett 16. mars 2016.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




22. febrúar 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði neðan Hólsgils, Bíldudal.