Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #19

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. febrúar 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstm. tæknideildar

    Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi, Árni Traustason byggingarfulltrúi og Guðmundur V. Magnússon eru viðstaddir í gegnum fjarfundarbúnað.

    Almenn erindi

    1. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal

    Lögð fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði neðan Hólsgils, Bíldudal.

      Málsnúmer 1203018 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Vatnslögn í landi Litlu-Eyrar Bíldudal.

      Erindi frá Hannesi Bjarnasyni f.h. meirihlutaeigenda Litlu-Eyrar, Bíldudal. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja vatnslögn frá Strengfelli í Bíldudalnum niður í byggðina í Bíldudalnum meðfram Dalbrautinni að Arnarbakka. Lengd lagnar verður um 4 km og sverleiki plastlagnar 90-160 mm. Erindinu fylgir loftmynd uf fyrirhugaðri legu lagnarinnar unnin af Verkís. Vatnið er ætlað til notkunar fyrir jarðvarmadælur í byggðarlaginu Bíldudal skv. bréfritara.

      Ekki kemur fram í umsókninni hvort fyrirhugað sé að leggja lögnina í jörðu eða á yfirborð.

      Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum og felur byggingarfulltrúa að afla þeirra. Málinu frestað.

        Málsnúmer 1602011 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um auglýsingaskilti

        Erindi frá Þórbergi Egilssyni f.h. Lyfju hf. Í erindinu er óskað eftir að fá að setja niður auglýsingaskilti frá Lyfju til leiðbeiningar við staðsetningu verslunarinnar. Gerðar eru tvær tillögur að skiltum, báðar við Strandgötuna á Patreksfirði, annarsvegar við gatnamót Strandgötu/Aðalstrætis/Þórsgötu og hinsvegar neðan við Bröttuhlíð (Á strandgötu).

        Skipulags- og umhverfisráð getur ekki samþykkt fyrrgreindar óskir um auglýsingaskilti sem bréfritari leggur til og bendir á svæði innan við Kirkjugarð fyrir það merki að höfðu samráði við Vegagerðina. Ráðið bendir á að skilti E01.31 (Lyfjaverslun) verði sett upp skv. reglugerð um umferðarmerki við gatnamót Strandgötu/Aðalstrætis/Þórsgötu.

          Málsnúmer 1601047

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um byggingarleyfi fyrir gluggaskiptum.

          Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni Hermanni Jónssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á gluggum á framhlið hússins að Aðalstræti 69, Patreksfirði. Unnið er að því að koma húsinu í upprunalegt horf. Erindinu fylgja uppdrættir af gluggum sem og ljósmyndir frá 1910 er sýna fyrra útlit. Einnig er meðfylgjandi jákvæð umsögn Minjastofnunar vegna breytinganna.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

            Málsnúmer 1602001

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamning.

            Erindi frá Kristjáni Þórðarsyni, Breiðalæk f.h. Strandar ehf. Í erindinu er óskað eftir endurnýjuðum lóðaleigusamningi undir fasteign félagsins að Krossholtum(Saumastofan), landnr.139840. Þess er einnig óskað að úr samningi verði felldur hluti 5.gr, sá er kveður á um forkaupsréttarákvæði leigusala. Eldri samningur féll úr gildi 2005.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings en vísar óskum varðandi niðurfellingu á hluta 5.gr samnings til bæjarstjórnar.

              Málsnúmer 1601052 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sýslumaðurinn nýtt rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Örlygshöfn, umsagnarbeiðni

              Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum. Óskað er umsagnar vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir ferðaþjónustuna Örlygshöfn, eldra leyfi er útrunnið.

              Skipulags- og umhverfisráð getur ekki tekið erindið til umsagnar m.v. innsend gögn.

                Málsnúmer 1602043 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Kattahald í Vesturbyggð.

                Umræður um kattahald í Vesturbyggð og reglur þar að lútandi. Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að gerð verði samþykkt fyrir sveitarfélagið um kattahald.

                  Málsnúmer 1602046 4

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fyrirspurn - Tjarnarbraut 29A

                  Fyrirspurn frá Birni M. Magnússyni f.h. Mardallar ehf. Í erindinu er spurt um hvort heimilt væri að rífa fasteignina að Tjarnarbraut 29A, Bíldudal sem er 23,8 m2 geymsla og byggja í kringum 75m2 geymslu/bílskúr í þess stað. Einnig ef fyrirhuguð áform samræmist ekki skipulagsskilmálum hvort að lóðin fengist stækkuð. Lóðin að Tjarnarbraut 29A er 100 m2.

                  Fyrrgreind lóð er á svæði sem er skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 skilgreint sem íbúðasvæði, nýtingarhlutfall á þessum lóðum er 0,2-0,4. Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og fellst á fyrirhuguð áform.

                    Málsnúmer 1602047

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00