Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #24

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 25. júlí 2016 og hófst hann kl. 10:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Árni Traustason byggingarfulltrúi er viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

    Guðmundur V. Magnússon vék fund undir 4.lið fundarins.

    Almenn erindi

    1. Umsókn um lóð / hesthús Engjar 3 fastanr 212-3885

    Erindi frá Ólöfu Matthíasdóttur og Bjarney V. Skúladóttur eigendum hesthúss að Engjum 3, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um ca.200m2 lóð undir hesthúsið, en enginn lóðaleigusamningur er í gildi. Erindinu fylgir teikning sem sýnir umrædda lóð.

    Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðar umhverfis húsið.

      Málsnúmer 1606019

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um lóð - Engjar 4

      Erindi frá Halldóri Árnasyni f.h. Látrarastar ehf. Í erindinu er sótt um 300m2 lóð undir eignina að Engjum 4, Patreksfirði. Einnig er þess óskað að húsið verði skráð sem veiðafærageymsla, en húsið er skráð sem hesthús í dag.

      Skipulags- og umhverfisráð beinir því til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðar umhverfis húsið. Ráðið samþykkir einnig breytta skráningu hússins og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

        Málsnúmer 1607010

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um lóð á Bíldudal fyrir hótel byggingu.

        Erindi frá Jens H. Valdimarssyni f.h. ÍsBú alþjóðaviðskipta ehf. Í erindinu er sótt um lóð undir hótelbyggingu á Bíldudal. Sótt er um lóð SV við Íþróttamiðstöðina Byltu á Bíldudal. Áætluð stærð hússins er um 770m2 að grunnfleti á tveimur hæðum, samtals um 1.540 m2. Erindinu fylgir grunn, afstöðu og útlitsmyndir af byggingunni.

        Svæðið er skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 flokkað sem opið svæði til sérstakra nota. Í dag er svæðið nýtt undir tjaldsvæði.

        Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og óskar frekari gagna.

          Málsnúmer 1604062 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Umsókn um lóð - Kassaverksmiðja

          Erindi frá Jens H. Valdimarssyni og Valdimar Gunnarssyni f.h. óstofnaðs félags, Kassagerðar Vestfjarða. Í erindinu er sótt um 2.000m2 iðnaðarlóð á svæði merktu I1 á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Ætlunin er að byggja 1.080m2 stálgrindarhús með möguleika á stækkun í 1.500m2. Jafnframt er þess getið í erindinu að áætlað sé að framleið aum 450.000 kassa á árinu 2017 og eina millj. kassa árið 2018.

          Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að samþykkja útleigu lóðar til óstofnaðs félags, Kassagerðar Vestfjarða sem Valdimar og Jens eru í forsvari fyrir þegar deiliskipulagsvinnu er lokið.

            Málsnúmer 1607030

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjaldhús

            Erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tjaldhús við Hafnarteig 1, Bíldudal. Tjaldhúsið er ætlað sem geymsla undir laxafóður.

            Lóð þessi er ætluð fyrir starfsemi Bíldudalshafnar, en skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið þó fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að gerður verði samningur til tveggja ára, uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara komi til nýtingar sveitarfélagsins á lóðinni og beinir erindinu því áfram til Hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

            Barði Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

              Málsnúmer 1607031 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu

              Erindi frá Árna G. Bárðarssyni f.h. Hagvonar ehf. Í erindinu er óskað eftir breytingu á byggingarreit sem og stækkun á lóð sem skipulags- og umhverfisráð samþykkti að leigja út til félagsins á fundi ráðsins þann 13.júní s.l. Óskað er eftir 1,5m stækkun á lóð til SA, samtals um 90m2. Einnig er þess óskað að byggingarreitur verði færður til SV svo athafnarými umvherfis húsið nýtist betur.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir færslu á byggingarreit með fyrirvara um grenndarkynningu, skipulags- og umhverfisráð bendir á að gætt verði brunavarnarákvæða sökum nálægðar við lóðarmörk. Ráðið getur ekki fallist á stækkun lóðar til SA.

                Málsnúmer 1606007 9

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um byggingarleyfi

                Erindi frá Ólafi H. Magnússyni f.h. Kika ehf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi úr timbri við Móru, á Mórunesi. Húsið er 25,1m2. Erindinu fylgir Grunnmynd, útlit, snið og afstöðumynd unnin af teiknistofunni Kvarða, dags. 20.maí 2014. Einnig fylgir erindinu samþykki Fiskistofu fyrir framkvæmdinni með vísan til 33. greinar laga nr.61/2006 um lax- og silungsveiði, samþykki Fiskistofu gildir til nóvember 2016.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                  Málsnúmer 1607021

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Umsókn um byggingarleyfi- breytt notkun.

                  Erindi frá Keran S. Ólasyni. Sótt er um byggingarleyfi fyrir breytingum á fjósi á jörð Breiðavíkur, landnr. 139860. Sótt er um að fá að breyta fjósi í íbúðarhús, útlitsbreytingar, breytt innra skipulag sem og skráning. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Jens K. Bernharðssyni dags. 4.febrúar 2016.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu byggingarleyfis og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis sem og að breyta skráningu hússins.

                    Málsnúmer 1607037

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Skipulagsstofnun aukin framleiðsla Ískalk beiðni um umsögn

                    Erindi frá Skipulagsstofnun. Óskað er umsagnar á aukinni framleiðslu Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal, skv. bréfi dags. 04.07.2016 og greinargerð unnin af Verkís, dags. 24.06.2016.

                    Í greinagerð Verkís dags. 24.06.2016 er ágætlega gert grein fyrir efnistöku og umhverfi. Þó bendir ráðið á mótsagnir í kafla 3.10.1, Ryk og kafla 7.2, Mótvægisaðgerðum en í kafla 3.10.1 segir að vatnsskortur hafi hamlað fullkominni virkni vothreinsibúnaðar en í kafla 7.2 segir að nýtt afar fullkomið rykhreinsivirki hafi nýverið verið tekið í notkun og hafi verið að skila tilætluðum árangri.
                    Lesa má í eftirlitsskýrslum Umhverfisstofnunar að Íslenska Kalkþörungafélagið hefur ekki náð nægum tökum á hreinsun útblásturs og leggur Skipulags- og umhverfisráð þunga áherslu á að útblástur verði innan marka leyfis sem og að hávaði sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 933/1999, um hávaða.

                    Skipulags- og umhverfisráð telur að umrædd framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum í flokki B m.t.t. viðauka I reglugerðar nr. 660/2015, en áætlanir Kalkþörungafélagsins um efnistöku eru um 82.500m3 á ári til ársins 2033.

                      Málsnúmer 1607009 4

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Óveruleg breyting á aðalskipulagi - iðnaðarsvæði við Bíldudal I1

                      Lögð fram greinargerð um tillögu að aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á reit I1 við Bíldudal. Breytingin felur í sér lagfæringu á afmörkun og stærð reits í samræmi við deiliskipulag sem unnið er að samtímis.

                      Samþykkt samhljóða að breytingin fari til Skipulagsstofnunar með ósk um heimild til þess að auglýsa hana. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

                        Málsnúmer 1607018

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis við Bíldudal

                        Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag iðnaðar- og hesthúsasvæðis við Bíldudal

                        Tillagan var auglýst frá 22. apríl 2016 til 9. júní 2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
                        Tillagan var send til umsagnar til eftirfarandi aðila:
                        - Veðurstofa Íslands
                        - Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða
                        - Minjastofnunar Íslands
                        - Umhverfisstofnun
                        - Vegagerðin
                        Umsagnir bárust frá Vegagerðinni með tölvupósti, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og frá Minjastofnun. Veðurstofa og Umhverfisstofnun skiluðu ekki inn umsögnum. Umsagnir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Fyrir liggur fornleifaathugun og hættumat frá Veðurstofunni sem gert var fyrir viðkomandi svæði.

                        Uppdráttur og greinargerð voru lagfærð m.t.t. athugasemda Skipulagsstofnunar dagsett 24. júní 2016.

                        Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar:
                        1. Lóðanúmerum var bætt við á geymslu-, gámsvæði og á hesthúsalóðir. Bætt var við texta um fjölda lóða í kafla 1.2.
                        2. Gerð var grein fyrir núverandi byggingum í kafla 1.3 um staðhætti.
                        3. Bætt var við í kafla 1.6 um hættumat texta um kvaðir vegna ástreymisþrýsting sbr. reglugerð nr. 495/2007 um hættumat vegna ofanflóða.
                        4. Bætt var við kafla um umhverfisáhrif.
                        5. Felldur út texti í kafla 2.3 um að hægt sé að sækja um frávik hæða á byggingum.
                        6. Bætt var við hámarkshæð hesthúsa í kafla 2.4.
                        7. Bætt var við hámarkshæð girðinga í kafla 3.5.
                        8. Bætt við kafla 3.6 um gróður og manir.
                        9. Varðandi skilti og merkingar þá skal það koma fram á aðaluppdráttum.
                        10. Tilvísun í eldri byggingareglugerð löguð.
                        11. Umfjöllun um fornleifar löguð.
                        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

                          Málsnúmer 1203018 6

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Breyting á aðalskipulagi - Brjánslækur

                          Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Tekin er fyrir skipulagslýsing dagsett 5. júlí 2016.
                          Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu á lóð vestan við prestsetrið þar sem reisa á 16 smáhýsi/gistihús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Prestbústaðnum verður breytt í sýningarrými og kaffihús. Skilgreina þarf svæði fyrir frístundabyggð fyrir umrætt svæði.

                          Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

                            Málsnúmer 1607017 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Sýslumaðurinn beiðni um umsögn rekstrarleyfi Grýta Mikladalsvegur 7

                            Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki III fyrir Bryggjuna Patreksfirði ehf. kt. 560609-0270 að Mikladalsvegi 7, Patreksfirði. Sótt er um leyfi fyrir allt að 8 gesti.

                            Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki III að Mikladalsvegi 7, 450 Patreksfirði.

                              Málsnúmer 1607012 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Sýsluamðurinn beiðni um umsögn rekstarleyfi Sigtún 65

                              Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki I, heimagisting fyrir Árna Guðmundsson kt. 210362-4879 að Sigtúni 65, Patreksfirði. Sótt er um leyfi fyrir allt að 8 gesti.

                              Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki I að Sigtúni 65, 450 Patreksfirði.

                                Málsnúmer 1607011 2

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                15. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni Kjarrholt og Bjarkarholt.

                                Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með ósk um umsögn um útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki I fyrir Heiðu Steinsson kt. 310180-4169 að Bjarkarholt, 451 Vesturbyggð. Sótt er um leyfi fyrir allt að 9 gesti.

                                Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Bjarkarholt, 451 Patreksfirði.

                                  Málsnúmer 1605049 3

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00